Innlent

Stela skoðunarmiðum og líma á eigin bíla

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið númer af tveimur einkabílum, þar sem eigendur þeirar höfðu trassað að færa þá til skoðunar, en stolið skoðunarmiðum af númerum annarra bíla og límt á sín númer, til að villa um fyrir lögreglunni. Þetta mun teljast skajlafals og vera nýjasta greinin á þeim meiði.

Hingað til hafa menn í sömu hugleiðingum stolið númeraplötunum í heilu lagi, með miðunum á, og sett á bíla sína, en nú eru miðarnir sjálfir að leggjast í flakk, án númeranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×