Innlent

Þúsund vilja verða flugliðar

Tæplega eitt þúsund umsóknir hafa borist um störf flugliða hjá Iceland Express fyrir næsta sumar, en störfin voru auglýst fyrir rúmri viku samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Umsóknarfresturinn rann út í gær, mánudag, en sökum mikils áhuga hefur verið ákveðið að framlengja frestinn um viku eða fram til þriðjudagsins í næstu viku, 2. nóvember.

Fyrirhugað er að atvinnuviðtöl fari fari fram fljótlega eftir að umsóknarfrestur rennur út og vegna fjölda umsókna af Norðurlandi munu atvinnuviðtöl verða tekin bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, tala ensku, Norðurlandamál og helst að geta bjargað sér á þriðja tungumálinu. Þeir sem ráðnir verða taka svo þátt í sex vikna námskeiði, sem haldið er á vegum Iceland Express.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×