Innlent

Til kynferðisafbrotamanna: Þú verður aldrei óhultur!

Valur Grettisson skrifar
Sigrún Pálina Ingvarsdóttir las upp skýr skilaboð til kynferðisafbrotamanna.
Sigrún Pálina Ingvarsdóttir las upp skýr skilaboð til kynferðisafbrotamanna.

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir las upp dramatísk skilaboð til allra kynferðisafbrotamanna á Arnarhóli í dag. Sigrún Pálína kærði Ólaf Skúlason biskup á sínum tíma fyrir kynferðisbrot gagnvart sér.

Í lok skilaboðanna bað Sigrún alla þá sem voru viðstaddir að hrópa þrisvar nei.

Hér eru skilaboðin til kynferðisafbrotamanna:

„Til þín sem hefur hugsað þér að misnota barn eða fullorðinn í dag.

Tímarnir eru breyttir, þú getur ekki lengur verið óhultur i skjóli þöggunar.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hvað þú gerir og hvaða afleiðingar það hefur fyrir fórnarlamb þitt, því að þér er nákvæmlega sama. Í sumum tilfellum trúir þú því líka sjáfur að börnin vilji þig.

Í dag segjum við frá verknaði þínum. Ef við getum það ekki vegna aldurs eða aðstæðna, þá gerum við það þegar að við erum orðin fullorðin.

Mundu bara að þú verður aldrei óhultur, jafnvel þó að þú sért dáin/n.

Við vitum hver þú ert, því getur þú aldrei gleymt og við gleymum þér aldrei!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×