Innlent

Ekki fara á skíði með Kiwanis-hjálminn

Samskonar hjálmur og hreyfingin gaf skólabörnum.
Samskonar hjálmur og hreyfingin gaf skólabörnum.

Neytendastofa vekur athygli á að hjálmar, sem 1. bekkingar í grunnskólum landsins fengu að gjöf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi síðastliðið vor, eru ekki ætlaðir til notkunar á skíðum og skíðabrettum. Hjálminn má eingöngu nota á reiðhjólum, hjólaskautum og hjólabrettum.

Á umbúðum og hjálminum sjálfum eru merkingar sem gefa til kynna að þetta sé hjálmur sem hægt sé að nota á skíðum, reiðhjóli, hjólaskautum og hjólabrettum.

Það er ekki hægt að nota sama hjálminn við allar frístundir því að áverkar sem hljótast við hinar ýmsu greinar eru mismunandi og eru hjálmarnir því hannaðir með það fyrir augum.

Allt er þetta gert til að verja höfuðið sem best. Skíðahjálmurinn er sérstaklega djúpur og hylur allt höfuðið nema andlitið. Hann er hannaður með það fyrir augum að taka við falli á mikilli ferð og höggum af hörðum árekstrum, Kiwanishjálmurinn er ekki hannaður fyrir þetta álag.

Neytendastofa hvetur foreldra og forráðamenn barna sem eiga viðkomandi hjálma að gæta að því að þeir séu ekki notaðir á skíðum og skíðabrettum.

Samkvæmt upplýsingum frá Kiwanishreyfingunni hefur tilkynning verið send foreldrum og forráðamönnum skólabarna sem fengið hafa hjálmana að gjöf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.