Fleiri fréttir

Stjórnvöld komi áskorun áleiðis til kínverska sendiráðsins

Það kemur til greina að íslensk stjórnvöld afhendi kínverska sendiráðinu á Íslandi áskorun þess efnis að Liu Xiaobo, sem hlaut nýverið friðarverlaun Nóbels, verði látinn laus úr fangelsi. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Xiaobo afplánar ellefu ára fangelsisdóm vegna mannréttindabaráttu sinnar í heimalandinu.

Fyrningafrumvarp kom fjármálastofnunum í opna skjöldu

Lánastofnanir geta haldið kröfum á hendur skuldurum uppi lengur en í tvö ár eftir gjaldþrot, að uppfylltum þröngum skilyrðum, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meginreglan verður þó sú að krafan falli niður að þeim tíma loknum.

Lýsa yfir stuðningi við stjórn og forstjóra OR

Besti flokkurinn og Samfylkingin lýsa yfir fullum stuðningi við meirihluta stjórnar og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í hagræðingaaðgerðunum sem nú standa yfir samkvæmt bókun sem samþykkt var í dag.

Stjórnleysi og agaleysi í einkaskólum

„Við eigum eftir að fylgja þessum skýrslum eftir og veita ráðuneytinu aðhald til að tryggja að ofgreiðslur skili sér aftur," segir Skúli Helgason, formaður menntamálaefndar Alþingis.

Nemar í MK og matreiðslumeistarar elda fyrir Rauða Krossinn

Rauði kross Íslands, Menntaskólinn í Kópavogi og Klúbbur matreiðslumeistara hafa gert með sér samstarfsamning um starfsemi neyðarmötuneyta Rauða krossins til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.

Jóhanna segir lyklafrumvarp ekki geta verið afturvirkt

Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í morgun um lausnir á skuldavanda heimilanna. Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð húsnæðis- og bílalán verður líklega tekið fyrir í ríkisstjórn á föstudaginn kemur.

Sprengingin varð út frá eldfimu efni

Sprenging sem varð í heimahúsi á Siglufirði um kvöldmatarleytið í gær er rakin til þess að verið var að vinna með rafmagnstæki í kringum eldfimt efni.

Vestfirðingar slógu skjaldborg um sjúkrahúsið

Langt á sjötta hundrað manns tók þátt í að mynda skjaldborg um Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar á Ísafirði í hádeginu í dag. Mótmælin beinast gegn þeim niðurskurði sem fyrirhuguð er að hálfu ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála á Vestfjörðum. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 40% niðurskurði í rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Átta mánaða fangelsi og 13 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að slá mann í höfuðið svo af hlaust alvarlegur heilaskaði. Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu þrettán milljónir króna í skaðabætur auk þess að greiða rúma milljón í sakarkostnað.

Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri

Jón Gnarr borgarstjóri segist ekki útiloka að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri honum við hlið. Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir.

Jón Gnarr vill verða friðarborgarstjóri

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að Reykjavíkurborg sæki um inngöngu í samtökin Mayors for Peace. Markmið samtakanna er að kjarnorkuvopnum verði útrýmt í heiminum fyrir árið 2020. Jafnframt leggja þau sitt af mörkum við að útrýma hungursneyð og fátækt, styðja við mannréttindi og verndun umhverfisins í því skyni að stuðla að heimsfriði. Jón Gnarr borgarstjóri sagði við þetta tilefni að sem höfuðborg í herlausu landi eigi Reykjavík að vera leiðandi í því að beita sér fyrir heimsfrið.

Vel heppnað transkvöld: Tólf mættu

Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78.

Mótmælt við Landsbankann - myndir

Um fimmtíu manns mættu fyrir framan Landsbankann í Austurstræti í dag klukkan tvö til að mótmæla framferði bankanna. Mótmælendur segja þá standa í vegi fyrir því að kjör almennings verði leiðrétt, eins og fram kemur tilkynningu frá aðstandendum.

Bóksalar fagna 50 ára afmæli

Feðganir Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason fagna 50 ára afmæli fornbókaverslunar sinnar, Bókarinnar, um þessar mundir. Bókin ehf. var stofnuð í litlu húsnæði við Klapparstíg 26 árið 1960, en var lengst af á Laugavegi 1 og Skólavörðustíg 6. Þeir Bragi og Ari Gísli segja að þeir bókartitlar sem hafi verið gefnir út á 20. öldinni á Íslandi séu um 100 þúsund og vænn hluti þess mikla úrvals verður til sölu.

Vilja kjósa um ESB um leið og valið verður á stjórnlagaþing

Sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu leggja fram þingsályktunartillögu í dag þar sem lagt er til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands við Evrópusambandið. Þingmennirnir vilja að kosið verði um málið samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um kjör á stjórnlagaþing þann 27. nóvember næstkomandi.

Skuldir fyrnast tveimur árum eftir gjaldþrot

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp sem gerir ráð fyrir að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Þetta kom fram á fundi forsætis- og fjármálaráðherra með blaöamönnum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Alcoa um Bakka: Mörgum spurningum ósvarað

Alcoa er búið að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri við Húsavík. Náist samningar telur fyrirtækið að framkvæmdir geti hafist í fyrsta lagi á árinu 2013.

Kringlan skráir bílnúmer starfsfólks

Forsvarsmenn Kringlunnar hafa sent öllum verslunareigendum í húsinu bréf þar sem óskað er eftir bílnúmerum starfsfólks. Skráning bílnúmeranna er liður í eftirliti með bílastæðum Kringlunnar, bæði vegna öryggis sem og til að tryggja að starfsfólk leggi ekki í bestu stæðin sem ætluð eru viðskiptavinum. Kveðið er á um það í samskiptareglum hússins að rekstraraðilar eigi að koma lista yfir bílnúmer starfsmanna til skila.

Tölvuleikjaframleiðendur mótmæla harðlega Internetskatti

Samtök tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi, IGI, mótmæla harðalega hugmyndum Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um sérstakt gjald á netnotkun. Segja samtökin að með þessu sé beinlínis vegið að hagsmunum annara skapandi greina, svo sem tölvuleikjaframleiðenda, enda ljóst að

Vilja að heimspeki verði skyldufag í grunn- og framhaldsskólum

Heimspeki verður skyldufag í grunnskólum og framhaldsskólum, verði þingsályktunartillaga frá Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur samþykkt á alþingi. Í tillögunni, sem dreift var á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir að kenndur verði að meðaltali einn áfangi annað hvert ár á grunnskólastigi og að meðaltali einn áfangi á hverju skólaári á framhaldsskólastigi.

Laminn og rændur í Hamraborg

Karlmaður var sleginn niður og rændur fyrir utan veitingastaðinn Catalina í Hamraborg í Kópavogi laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Vara við hálku á Húsavík

Lögreglan á Húsavík varar við mikilli hálku á vegum í umdæmi sínu. Samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafa hálkuslys verið óvenjumörg þar í morgun og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Eiríkur Bergmann vinnur fyrir Norðmenn

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja allsherjarúttekt á stöðu EES-samningsins. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum á Bifröst kemur fram að landslið norskra Evrópufræðimanna hafi verið sett saman til að fara ofan í saumana á áhrifum EES samningsins á norskt samfélag frá því hann gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hverjum steini í samskiptum Noregs, Íslands og Lichtenstein við Evrópusambandið verði velt við í viðamestu rannsókn á EES-samningnum sem fram hefur farið.

Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“

„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt.

Þjálfa einhverfa einstaklinga til hugbúnaðarprófana

Allt að átján íslenskir einstaklingar með einhverfu verða þjálfaðir til starfa við hugbúnaðarprófanir á Íslandi á hverju ári hér eftir. Þjálfunin fer fram á vegum Sérfræðinganna, sem er sjálfseignastofnun nátengd Umsjónarfélagi einhverfra.

Á sjöunda tug barna ættleidd í fyrra

Alls var 61 barn ættleitt á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð færra en árið á undan, en þá voru 69 ættleiðingar. Í fyrra voru stjúpættleiðingar 33 en frumættleiðingar 28.

Eldri maður í öndunarvél eftir sprengingu

Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði undir kvöld í gær, er mjög alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á gjörgæsludeild Landspítalans er maðurinn þungt haldinn og tengdur við öndunarvél.

Barist um stjórnlagaþingsæti á Facebook

Kosningabarátta til stjórnlagaþings virðist ætla að fara fram með alveg nýstárlelgum hætti, því engar hefðbundnar auglýsingar eða greinar eru farnar að birtast frá frambjóðendum.

Flugrútudólgi stungið í steininn

Lögreglumenn á Suðurnesjum voru í morgun kallaðir að flugvallarrútu, sem var að koma frá Reykajvík, vegna erlends ferðamanns, sem lét þar ófriðlega.

Liggur á gjörgæslu eftir sprengingu á Siglufirði

Karlmaður á sjötugsaldri, sem slasaðist í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði undir kvöld í gær, var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur og á Slysadeild Landsspítalans, eftir skamma viðdvöl á sjúrkahúsinu á Akureyri.

Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum

Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.

Vilja ekki styrki frá Evrópusambandinu

Talsverð andstaða er innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við að íslenska ríkið þiggi svonefnda IPA-styrki frá Evrópusambandinu.

Fjórðungur eyðir minna í heilbrigði

Fjórði hver félagsmaður í stéttarfélögunum Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis (VSFK), svokölluðu Flóabandalagi, hefur dregið úr útgjöldum sínum til heilbrigðismála vegna versnandi fjárhags. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna.

Telur tillögu meirihlutans bitna á þjónustu við börnin

Séra Halldór Reynis­son, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið.

Gullna hliðið lokað áfram

Engin áform eru uppi um að opna á ný forgangshlið í vopnaleit á Keflavíkurflugvelli sem lokað var sumarið 2007. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis.

Grandi byrjar síldveiðarnar í Breiðafirði

HB Grandi hefur ákveðið að senda Ingunni AK til veiða á íslenskri sumar­gotssíld og tók skipið nót í Reykjavíkurhöfn í gær. Mikil óvissa hefur verið um það hvort ástand síldarstofnsins væri með þeim hætti að kvóti yrði gefinn út á þessu hausti, en eins og kunnugt er greindist sýking í stofninum.

Þjófar ófundnir

Brotist var inn í þrjá sumarbústaði á Suðurlandi. Tveir bústaðanna eru í Heiðabyggðarlandi og eru í eigu stéttarfélags. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er þar inn á innan við ári. Í tvö fyrri skiptin náðust þjófarnir með þýfið.

Sjá næstu 50 fréttir