Innlent

Halda tónleika til styrktar Ásgarði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkrir starfsmenn Ásgarðs taka til hendinni. Mynd/ Stefán.
Nokkrir starfsmenn Ásgarðs taka til hendinni. Mynd/ Stefán.
Kirkjukór Lágafellssóknar og kirkjukórar fríkirknanna í Hafnarfirði og Reykjavík halda styrktartónleika til stuðnings Ásgarðs í Mosfellsbæ í kvöld. Tónleikarnir verða í Lágafellsskóla klukkan átta í kvöld.

Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri Mosfellsbæjar afhendi fulltrúa Ásgarðs gjafabréf fyrir uphæðina sem kemur inn á tónleikunum að þeim loknum. Það kostar 1500 krónur á tónleikana sem, eins og fyrr segir, renna til Ásgarðs.

Ásgarður er handverkstæði fyrir fólk með þroskahömlun og hefur verið starfrækt frá 1.október 1993. Í Ásgarði eru framleidd leikföng og skyldir munir úr tré, en einnig er unnið með ull, skeljar, bein, steina og leður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×