Innlent

Sex ferðamenn sluppu með skrámur úr bílveltu

Sex erlendir ferðamenn sluppu með minniháttar skrámur þegar jeppi þeirra valt á Biskupstungnabraut fyrir ofan Þrastarlund í gærkvöldi.

Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á jeppanum á hálkubletti. Eftir að sjúkraflutningamenn höfðu plástarð ferðamennina eftir þörfum, var þeim ekið á Hótel Selfoss, þar sem þeir gistu í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×