Innlent

Ræningjar ógnuðu leigubílstjóra með hnífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan leitar nú ræningjanna. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan leitar nú ræningjanna. Mynd/ Pjetur.
Tveir karlmenn ógnuðu leigubílstjóra í Engjaseli í Breiðholti um þrjúleytið í nótt. Leigubílstjórinn hafði brugðið sér um stund út úr bílnum þegar mennirnir veittust að honum með hnífi og ógnuðu honum. Þeir hrifsuðu af honum seðlaveski, GPS staðsetningartæki og síma. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Hann gat gefið lögreglu greinagóða lýsingu á mönnunum og þeirra er nú leitað. Þá var brotist inn í gæludýraverslunina Fiskó í Kópavogi í nótt en lögregla veit ekki til þess að nokkru hafi verið stolið þaðan.

Þá eru tveir í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunnar í gærkvöldi. Einnig var brotist inn í tvo báta í Njarðvíkurhöfn í nótt og þaðan stolið tveimur tölvum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir nóttina hafa verið tíðindalausa enda fáir á ferðinni sökum öskufalls sem hófst um eitt leytið og stóð fram undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×