Innlent

EVE online þriðji besti tölvuleikur allra tíma

EVE online er þriðji besti tölvuleikur allra tíma að mati lesenda PC Gamer.
EVE online er þriðji besti tölvuleikur allra tíma að mati lesenda PC Gamer.

Lesendur tímaritsins PC Gamer, hafa kosið íslenska tölvuleikinn EVE online þriðja besta tölvuleik veraldar. Eins og kunnugt er þá er leikurinn byggður á íslensku hugviti.

Það voru lesendur tímaritsins sem kusu leikina, en EVE online skýtur meðal annars heimsfrægum leikjum eins og World of Warcraft ref fyrir rass sem og Quake og Doom, sem eru tölvuleikjaunnendum vel kunnugir.

Um er að ræða tuttugu bestu tölvuleiki allra tíma. En það er leikurinn Half-Life 2 sem þykir besti leikur allra tíma.

Þess má svo geta að PC Gamer tímaritið er eitt mest selda leikjatímarit veraldar og hefur fjallað um tölvuleiki síðan árið 1993.

Fyrir áhugasama þá er hægt að finna listann yfir tuttu bestu leiki allra tíma hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×