Innlent

Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt umdeilt stykjamál sitt í dóm nefndarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt umdeilt stykjamál sitt í dóm nefndarinnar.

Umbótanefnd Samfylkingarinnar sem ákveðið var á flokksstjórnarfundi 17. apríl sl. að stofna til er nú fullskipuð. Hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins.

Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu sinni 15. október 2010, ásamt tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi flokksins. Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnsýslufræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur fara með verkstjórn verkefnisins.

Flokksmenn hafa skipað tvo fulltrúa hvers kjördæmis í nefndina og hún er því skipuð samtals sextán einstaklingum. Fulltrúar kjördæmanna eru: Auður Styrkársdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Stefán Benediktsson frá Reykjavík. Steini Þorvaldsson og Steinunn Dögg Steinsen úr Suðvesturkjördæmi. Auður Ingólfsdóttir og Sveinn Allan Morthens úr Norðvesturkjördæmi. Hannes Friðriksson og Sandra Gunnarsdóttir úr Suðurkjördæmi. Ólafía Þ. Stefánsdóttir og Þorsteinn Arason úr Norðausturkjördæmi.

Helstu viðfangsefni umbótanefndarinnar samkvæmt tilkynningu frá flokknum eru að:

Fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og leggja mat á orð og verk Samfylkingarinnar í ljósi niðurstaðna skýrslunnar.

Rýna í stefnu Samfylkingarinnar á þeim lykilsviðum sem dregin eru fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem orsakavaldar eða rætur hruns fjármálakerfisins.

Greina starfshætti Samfylkingarinnar, ábyrgð hennar og aðkomu stofnana flokksins að lykilákvörðunum og lykilmálum i ljósi niðurstaðna rannsóknarnefndarinnar.

Tímabilið sem starf nefndarinnar beinist að fyrst og fremst er frá maí 2007 til janúar 2009.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áður sagt að hún muni bíða eftir niðurstöðu nefndarinnar vegna styrkja sem hún þáði árið 2006 og 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×