Innlent

Reikna með millilandaflugi í fyrramálið

Ekkert hefur verið flogið frá Keflavíkurflugvelli í dag en flugvellinum var lokað í nótt vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er útlitið betra fyrir morgundaginn og búast menn við að geta haldið áætlun þá. Meðal annars hefur þremur aukaferðum verið bætt við til að koma þeim farþegum sem urðu strandaglópar í dag til áfangastaða sinna.

Þær upplýsingar fengust frá Iceland Express að opni flugvöllurinn í nótt gætu vélar farið á miðnætti, annars í fyrramálið. Ekkert innanlandsflug var í dag þar sem Reykjavíkurflugvöllur var lokaður en reiknað er með að flogið verði þaðan í fyrramálið. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×