Innlent

Tólf mánuðir fyrir að hafa mök við 14 ára stúlku

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.

Tvítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við 14 ára gamla stúlku. Atvikið gerðist í sumarbústað árið 2008, þegar maðurinn var 18 ára gamall.

Maðurinn viðurkenndi að hafa haft samræði við stúlkuna en sagðist hafa talið að hún væri 15 ára. Dómari lagði ekki trúnað á það en við ákvörðun dómsins var litið til þess hve langt er liðið frá því brotið var framið auk þess sem ár leið áður en kæra var lögð fram.

Ákærða er einnig gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í skaðabætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×