Innlent

Viðbúnaður vegna elds í togara

Þyrla Gæslunnar var á leið í loftið en áhöfn togarans slökkti eldinn.
Þyrla Gæslunnar var á leið í loftið en áhöfn togarans slökkti eldinn.

Mikill viðbúnaður var eftir hádegið í dag þegar tilkynnt var um eld í vélarrúmi togara sem staddur var um 40 mílur fyrir utan Skagatá.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið í loftið með slökkviliðsmenn innanborðs og voru slökkvilið og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. Um tuttugu mínútum síðar barst hins vegar önnur tilkynning frá skipstjóra togarans um að tekist hefði að ráða niðurlögum eldsins og var beiðni um aðstoð því afturkölluð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×