Innlent

Verslunarmenn í Reykjavík óttast minni ferðamannaverslun

Höskuldur Kári Schram skrifar
Andrés segir að menn séu uggandi. Mynd/ Pjetur.
Andrés segir að menn séu uggandi. Mynd/ Pjetur.
Verslunarmenn í miðborg Reykjavíkur óttast að ferðamannaverslun í sumar verði mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að menn séu uggandi enda sé miðborg Reykjavíkur um þessar mundir eins og dauðs manns gröf.

Áður en elgdosið hófst í Eyjafjallajökli voru menn almennt bjartsýnir á að ferðamannasumarið í ár yrði eitt það besta í sögunni. Þær vonir fara nú dvínandi enda hafa truflanir á flugsamgöngum valdið því að verulega hefur dregið úr komu erlendra ferðamanna hingað til lands.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að menn séu uggandi. „Það er allt sem bendir til þess eins og staðan er núna að ferðamönnum muni fækka. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir verslanir t.d. eins og í miðborg Reykjavíkur sem byggja mjög margar starfsemi sína á komu ferðamanna," segir Andrés. Hann segir að miðborg Reykjavíkur sé bókstaflega eins og dauðs manns gröf núna bara vegna þess að ferðamenn séu ekki hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×