Alþingi getur ekki stöðvað ákæru gegn nímenningunum 14. maí 2010 10:40 Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. Bjarni sagði að tillaga Björns Vals væri ekki þingtæk. Mynd/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot. Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. „Þetta mál er auðvitað ekki þingtækt. Fyrir utan efnisatriði og hversu fráleitt það er að héðan úr þinginu sé að berast þau skilaboð til samfélagsins að menn treysti ekki ákæruvaldinu í landinu," sagði Bjarni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist vera ósammála Bjarna og að Alþingi geti fjallað um málið. Bjarni hefði auk þess ekki greint frá því af hverju hann teldi að málið væri ekki þingtækt. Því var Bjarni ósammála og fór aftur upp í pontu og færði rök fyrir máli sínu. Siv sagðist vera hissa á tillögunni en að hún gæti ekki sagt til um það hvort tillagan væri ótæk. Forsætisnefnd ætti að fjalla um málið. Fram kom í athugasemd Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún hefði ekki úrskurðað hvort tillagan væri þingtæk. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að löggjafarvaldið ætti ekki að hlutast til um aðgerðir dómsvaldsins. Þingsályktunartillagan væri auk þess vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að þrískipting ríkisvaldsins væri grundvöllur stjórnskipunar landsins. „Við verðum, þurfum og eigum að treysta því að dómsvaldið sé fært um að vinna sitt verk," sagði Þórunn og bætti síðan við: „Alþingi Íslendinga getur ekki beðið fulltrúa dómsvaldsins um að gera eitthvað á einn eða annan veg. Dómarar verða að komast að sjálfstæðri niðurstöðu." Tengdar fréttir Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16 „Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot. Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. „Þetta mál er auðvitað ekki þingtækt. Fyrir utan efnisatriði og hversu fráleitt það er að héðan úr þinginu sé að berast þau skilaboð til samfélagsins að menn treysti ekki ákæruvaldinu í landinu," sagði Bjarni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist vera ósammála Bjarna og að Alþingi geti fjallað um málið. Bjarni hefði auk þess ekki greint frá því af hverju hann teldi að málið væri ekki þingtækt. Því var Bjarni ósammála og fór aftur upp í pontu og færði rök fyrir máli sínu. Siv sagðist vera hissa á tillögunni en að hún gæti ekki sagt til um það hvort tillagan væri ótæk. Forsætisnefnd ætti að fjalla um málið. Fram kom í athugasemd Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún hefði ekki úrskurðað hvort tillagan væri þingtæk. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að löggjafarvaldið ætti ekki að hlutast til um aðgerðir dómsvaldsins. Þingsályktunartillagan væri auk þess vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að þrískipting ríkisvaldsins væri grundvöllur stjórnskipunar landsins. „Við verðum, þurfum og eigum að treysta því að dómsvaldið sé fært um að vinna sitt verk," sagði Þórunn og bætti síðan við: „Alþingi Íslendinga getur ekki beðið fulltrúa dómsvaldsins um að gera eitthvað á einn eða annan veg. Dómarar verða að komast að sjálfstæðri niðurstöðu."
Tengdar fréttir Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16 „Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16
„Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59