Fleiri fréttir

Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi

„Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vesturlandi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau.

Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja.

Umhverfisvottað ekki dýrara

Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur eru ekki dýrari í innkaupum en aðrar hreinlætisvörur. Þetta er niðurstaða úr verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu á hreinlætisvörum merktum umhverfisvottun Svansins í lok apríl.

Ársverkunum hefur fækkað um tíu þúsund

Fækkað hefur um nálega tíu þúsund ársverk í mannvirkjagerð frá þriðja ársfjórðungi ársins 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Viðlíka samdráttur hefur ekki orðið í neinni annarri grein frá hruni. Efnahags- og

Ráða 100 starfsmenn í sumar

Um 100 starfsmenn verða ráðnir í sumarafleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfa um 480 manns, en auk þess vinna rúmlega 300 starfsmenn verktaka á svæðinu.

Eyjafjallajökull: Gríðarlegt öskufall undir jökli

Mjög mikið öskufall er nú undir Eyjafjöllum. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að um klukkan átta hafi nánast verið kolniðamyrkur frá Holtsá og austur fyrir Skóga. Lögreglumenn sem voru á ferð á svæðinu sögðu að skyggni hefði aðeins verið um tveir metrar þegar verst lét. Að sögn lögreglu jafnast öskufallið næstum á við það eins og það var mest á fyrstu dögum gossins og hefur það ekki verið jafn mikið í langan tíma.

Bretar hafa enn ekki orðið við beiðni Íslendinga

Breska lögreglan hefur enn ekki orðið við beiðni sérstaks saksóknara um að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, verði handtekinn og framseldur til Íslands. Dómsmálaráðherra segir að framsalssamningur milli Íslands og Bretlands sé í fullu gildi.

Útborgunardagur á Hrauninu á morgun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, fékk um átján og hálfa milljón í laun á viku árið 2006. Dagpeningar hans á Litla-Hrauni nema 3.150 krónum á viku en útborgunardagur er á Hrauninu morgun.

Fyrrverandi ráðherrar væntanlega kallaðir fyrir í sumarlok

Þeir fyrrverandi ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins verða væntanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd í lok sumars. Nefndin mun þá fyrst taka afstöðu til þess hvort ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðir.

U2 messa í Hafnarfirði í kvöld

Messan í Ástjarnarkirkju í kvöld verður með sérstöku sniði því þar verða eingönu sungin lög eftir írsku rokksveitina U2. Þá er predikunin innblásin af textum Bono, söngvara hljómsveitarinnar.

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn heldur hærri í dag en undanfarið

Gosvirknin í Eyjafjallajökli virðist nokkuð stöðug núna en mökkurinn er þó nokkuð hærri í dag en í gær. Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni segir að ekkert bendi til þess að gosinu sé að ljúka. Óróinn er nokkuð stöðugur og hefur verið svipaður síðustu sólarhringa og um klukkan fjögur í dag mældust fjórir skjálftar undir jöklinum. Skjálftarnir voru allir grunnir.

Árekstur í Viðarrima

Harður árekstur varð í Viðarrima í Grafarvogi nú á fimmta tímanum. Dælubíll frá slökkviliðinu var kallaður á vettvang ásamt lögreglu- og sjúkrabíl þar sem óttast var að maður væri fastur í bílnum. Það reyndist þó ekki vera rétt en maðurinn var þó nokkuð slasaður og fluttur á slysadeild. Óljóst er um líðan hans á þessari stundu.

Lögmenn Jóns tóku við kyrrsetningarbeiðninni

Breskir lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa fengið í hendur kyrrsetningarbeiðni frá slitastjórn Glitnis. Stefnan var afhent lögmönnum Jóns klukkan eitt að íslenskum tíma í London í dag. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar staðfestir að stefnunni hafi verið komið til lögmanna Jóns Ásgeirs og að það sé fullnægjandi.

Flutningabíll valt á Kleifaheiði

Flutningabíll með um 12 tonn af fiski fór út af veginum sunnanmegin á Kleifaheiði við Patreksfjörð fyrir hádegi í dag. Bíllinn fór eina veltu og stöðvaðist um 20 metra frá veginum í brattri hlíðinni.

Íslenskar konur lausar úr haldi í Bretlandi

Tveimur ungum íslenskum konum sem setið hafa í fangelsi í Bretlandi frá því í júlí í fyrra hefur verið sleppt úr haldi. Þær tældu mann í íbúð í Lundúnum þar sem átta menn biðu hans og börðu hann og rændu.

Eyjafjallajökull: Breytingar á áætlun Icelandair

Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugáætlun sinni í ljósi þess veðurspá gefur til kynna að Keflavíkurflugvöllur gæti lokast hluta morgundagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Risaljósmynd þekur héraðsdóm

Listahátíð í Reykjavík setti í dag upp gríðarstóra ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson á framhlið Héraðsdóms Reykjavíkur, við Lækjartorg. Uppsetningin hófst klukkan 12 og gert var ráð fyrir að hún stæði í um það bil tvær klukkustundir.

Fulltrúar sjómannafélagsins gerðu aldrei athugasemdir við stefnu Gildis

Fulltrúar Sjómannafélags Íslands gerðu aldrei athugsemdir við fjárfestingastefnu Gildis-lífeyrissjóðs og allir fulltrúar félagsins á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á dögunum greiddu atkvæði gegn tillögu um að stjórn og framkvæmdastjóri segðu af sér. Þetta kemur fram í svarbréfi framkvæmdastjóra Gildis-lífeyrissjóðs við bréfi sjómannafélagsins.

Gæsluvarðhald yfir Magnúsi rennur út á morgun

Gæsluvarðahaldið yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrvernadi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg rennur út á morgun. Magnús var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku og úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald daginn eftir.

Tillögu um rannsóknarnefnd vísað til bæjarstjóra

Tillögu bæjarfulltrúa Vinstri grænna í Kópavogi um að skipuð verði nefnd til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu bæjarins var ekki samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Henni var vísað til umsagnar bæjarstjóra.

Ragnar Aðalsteinsson: Réttlát málsmeðferð útilokuð

Ragnar Aðalsteinsson verjandi í máli nímenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi segir útilokað að sakborningarnir í málinu fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Dómari sleit þinghaldi í gær án fyrirvara en þá höfðu átök brotist út fyrir utan réttarsalinn.

Ellefu kórar syngja Fúsalög í Vetrargarðinum

Ellefu kórar munu í dag sameina raddir sínar og syngja Fúsalög, lög eftir hinn ástsæla Sigfús Halldórsson tónskáld í Vetrargarðinum í Smáralind á milli klukkan eitt og þrjú. Tónleikarnir eru hluti af árlegri menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, sem nú stendur yfir.

Jóni birt stefnan í New York

Jón Ásgeiri Jóhannessyni hefur verið birt stefna slitastjórnar Glitnis á hendur honum, Lárusi Welding og fimm öðrum, að sögn breska blaðsins Guardian. Blaðið greinir frá því á vef sínum að Jóni Ásgeiri hafi verið afhent dómsgögnin í annarri lúxusíbúða sinna í Manhattan í New York.

Fjórar líkamsárásir kærðar

Fjórar líkamsárásir voru kærðar í Reykjavík nótt. Að sögn lögreglu var engin þeirra þó alvarleg. Töluverður erill var í miðborginni enda skemmtistaðir opnir frameftir. Þá voru nokkri teknir fyrir meintan ölvunar og eða fíkniefnaakstur. Á Suðurnesjum gekk skemmtanahald næturinnar hinsvegar mjög vel fyrir sig að sögn lögreglu.

Svipaður gangur í gosinu

Svipaður gangur er í gosinu í Eyjafjallajökli og verið hefur undanfarna daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir að gosmökkurinn sé enn í svipaðri hæð og verið hefur en engar fregnir hafa borist af öskufalli í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar eru horfur á öskufalli sunnan og suðaustan eldstöðvarinnar.

Stal Hesti

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í nótt mann sem virtist hafa óeðlilega mikinn áhuga á skiltum og vegvísum því hann hafði stolið nokkrum slíkum um nóttina.

Mergsugu Glitni í eigin þágu

Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur afstöðu til beiðni slitastjórnar og skilanefndar Glitnis um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Welding og Pálma Haraldssonar strax eftir helgi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði sýslumaður við beiðninni má gera ráð fyrir að allar eignir þremenninganna hér á landi verði frystar, þar á meðal 45 prósent eignarhlutur Jóns Ásgeirs í Gaumi og eignarhlutur Pálma í Iceland Express auk annarra eigna þeirra hér á landi.

Vill freista þess að ljúka Icesave innan mánaðar

Ríkisstjórnin vill láta á það reyna hvort unnt sé að ná Icesave-samkomulagi við Breta og Hollendinga fyrir þingkosningarnar í Hollandi eftir tæpan mánuð og ræddi málið við forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag.

Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélags Íslands

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn formaður Lögmannafélags Íslands á aðalfundi félagsins í dag. Hafði hann þar með betur en Heimir Örn Herbertsson mótframbjóðandi hans.

Bifreið ekið á barn

Bifreið var ekið á barn á Akurvöllum um hálfníuleytið í kvöld. Sem betur fer reyndust meiðslin vera minniháttar og samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum reyndist ekki nauðsynlegt að flytja viðkomandi á slysadeild.

Nafn mannsins sem lést á Ingólfsfjalli

Maðurinn sem lést þegar svifvængur hans hrapaði með hann í hlíðum Ingólfsfjalls um miðjan dag á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski. Hann var fæddur í Póllandi 13.03.1976. Hann var búsettur á höfuðborgarsvæðinu og lætur eftir sig sambýliskonu. Rannsókn málsins miðar vel en hún er unnin af rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi.

Metumferð í íslenskri lofthelgi

Fjórða daginn í röð var metumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið. Á síðasta sólarhring flugu 1012 flugvélar um svæðið. Sólarhringinn áður voru 984 flugvélar, þar áður 906 flugvélar og svo 758. Fyrra umferðarmet var sett 1.júlí 2008 þegar 576 flugvélar flugu inn á íslenska flugstjórnarsvæðið.

Íslenskir starfsmenn í Bank Havilland í leyfi

Meirihluti þeirra Íslendinga sem starfar hjá Bank Havilland í Lúxemborg áður Kaupþingbanka var sendur í leyfi skömmu eftir að Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri bankans var handtekinn og settur í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag.

Faðir Jóns Ásgeirs veit ekki hvar hann býr

„Ég hef það ekki hjá mér,“ svaraði Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þegar blaðamaður spurði hann hvort hann vissi hvar Jón væri niðurkominn.

Ofbeldismenn áfram í gæsluvarðhaldi

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness tók sér sólarhringsfrest í gær til að taka afstöðu til kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðahald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á 64 ára gamlan mann, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí sl.

Jón Ásgeir játar sig sigraðan: „Þeir unnu“

„Þetta er það sem kallast vinstri krókur í hnefaleikum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við fréttastofuna Bloomberg. Hann segist einnig ekki ætla að taka til varna, það kosti hann yfir 300 milljónir króna.

Fæstir treysta Bjarna Benediktssyni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur minnsta traustsins af stjórnmálaforingjum á Íslandi samkvæmt könnun MMR. 67,0% sögðust bera lítið traust til hans nú samanborið við 54,4% í síðustu könnun. Þá segjast 13,8 % bera mikið traust til hans.

Slitastjórnin finnur ekki heimilisfangið hans Jóns Ásgeirs

„Það hefur reynst okkur erfitt að finna heimilisfang á hann [Jón Ásgeir Jóhannessonar.innsk.blm.],“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en hún er ekki viss hvort búið sé að birta Jóni Ásgeir Jóhannessyni stefnu bankans yfir honum og meintum samverkamönnum hans.

Krafðist þess að óeinkennisklæddar löggur yfirgæfu réttarsalinn

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi nokkurra einstaklinga af þeim níu sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi, krafðist þess að óeinkennisklæddir lögregluþjónar yfirgæfu réttarsalinn svo fleiri mótmælendur gætu fylgst með réttarhöldunum. Dómarinn hafnaði beiðninni.

Fékk aðsvif og ók inn í Mjólkursamlagið

Jeppabifreið rann stjórnlaus inn í nýbyggingu Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki nú í hádeginu þar sem kaffaðstaða starfsmanna er samkvæmt fréttavef Feykis. Talið er að ökumaður hafi fengið aðsvif.

Einn handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Einn karlmaður var handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að freista þess að komast inn í dómsal þar sem réttað var yfir níumenningunum. Héraðsdómur fylltist af mótmælendum sem vilja fylgjast með réttarhöldunum. Aftur á móti eru ekki næg sæti inn í stærsta sal héraðsdóms og við það eru mótmælendur ósáttir.

Sjá næstu 50 fréttir