Innlent

Dimmt öskumistur yfir Vestmannaeyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dimmt öskumistur var yfir Vestmannaeyjum í morgun. Mynd/ Gísli.
Dimmt öskumistur var yfir Vestmannaeyjum í morgun. Mynd/ Gísli.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli sást vel frá Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Gísla Óskarssonar fréttaritara í Vestmannaeyjum virtist sem öskuskýið breiddi úr sér eins og sveppahattur út frá stróknum. Nokkur aska féll í nótt eins og sjá mátti á þeim stöðum sem höfðu verið hreinsaðir af ösku sem féll gær.

Laust yfir hálf ellefu í morgun mátti sjá hvernig öskuskýið breiddi sig út frá eldstöðinni að Vestmannaeyjum og suður fyrir þær. Skýið dróst síðan hægt til norðurs og yfir Heimaey. Nú er dimmt öskumistur yfir kaupstaðnum með tilheyrandi öskufalli. Gísli fréttaritari segir að það logi ljós á öllum ljósastaurum og jafnframt loga ljós inni í mörgum húsanna.

Gísli Óskarsson tók myndirnar sem fylgja þessari frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×