Fleiri fréttir

Vefmyndavélar vakta eldfjallið

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett upp tvær myndbands­tökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Íbúar taka lokun mjög illa

Allt stefnir í að áfangaheimilinu EKRON í Reykjavík verði lokað um næstu mánaðamót, að sögn Hjalta Kjartanssonar framkvæmdastjóra. Hvorki hafa náðst samningar við ríki né sveitarfélög um áframhaldandi rekstur.

Slá ekki af umhverfiskröfum

Könnun sem Fréttablaðið birti í gær gefur til kynna að 58 prósent aðspurðra séu andsnúin tilslökun á umhverfiskröfum til að greiða fyrir stóriðjuframkvæmdum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það undarlegt og gefa til kynna að stóriðjufyrirtækin séu að sækjast eftir slíku.

Kom úr tjörn við nálægt hús

Eigandi styrju, sem fannst spriklandi í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði á dögunum og Fréttablaðið sagði frá, hefur gefið sig fram.

Ræktun, sverð og haglabyssa

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Rimahverfi í Grafarvogi undir morgun aðfaranótt laugardagsins.

Klám einkennist af ofbeldi

Hinir ýmsir þættir klámmenningar og áhrifa þess í samfélaginu verða ræddir á vegum nokkurra sviða innan Háskóla Íslands á opnum umræðufundi í hádeginu í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag.

Kveikt í kömrum við Esjurætur

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í útikömrum við Esjurætur á tíunda tímanum í kvöld. Kamrarnir stóðu í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði en einn dælubíll var sendur á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en kamrarnir eru ónýtir. Ljóst þykir að kveikt hafi verið í þeim.

Hávaðarok í Mýrdal

Hávaðarok er í Mýrdal líkt og verið hefur undanfarin sólarhring, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Vindur hefur farið allt upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum á þessum slóðum. Engar tilkynningar um skemmdir hafa borist lögreglu og björgunarsveitarmenn hafa ekki verið kallaðir út líkt og í gærkvöldi og í nótt þegar aðstæður voru mjög erfiðar. Þá fuku þakplötur af þremur húsum í Reynishverfi.

Dyravörðunum sagt upp - Þorfinnur Ómars kærir líkamsárás

„Að mínu mati er þetta ekki fréttnæmt. Ég ræddi við Þorfinn áðan. Hann vildi sjálfur ekki að þetta færi í fréttir. Þetta er lítilvægt mál,“ segir Gunnar Már Þráinsson, eigandi skemmtistaðarins Barböru, í samtali við Vísi. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlamaður, og þrír listdansarar hafa kært dyraverði Barböru fyrir líkamsárás á laugardagskvöldið. Dyravörðunum hefur verið sagt upp störfum.

Ferðaþjónustan kallar eftir samkeppnishæfum vöxtum

Samtök ferðaþjónustunnar telja afar brýnt að atvinnulífið fái að búa við vexti sem eru samkeppnishæfir við önnur lönd, öfluga þjónustu fjármálastofnana og afnám gjaldeyrishafta. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í dag.

Gunnar Birgisson ekki í sérframboð

Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, lýsti yfir á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í dag að hann færi ekki í sérframboð. Hann var kosinn í bæjarráð fyrir Sjálfstæðisflokkinn á fundinum. Gunnar sóttist eftir oddvitasæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í febrúar en hafnaði í því þriðja. Allt frá því að úrslitin lágu fyrir hefur verið uppi orðrómur um hugsanlegt sérframboð hans.

Þjófar fylgdust með rýmingu vegna eldgossins

Grunur leikur á um að erlent þjófagengi hafi ætlað að nýta sér rýmingu heimila vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi til að brjótast inn á sveitabæi. Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði grunsamlega menn inni á rýmingarsvæði í fyrrinótt.

Trausti leiðir VG í Norðurþingi

Trausti Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, skipar fyrsta sæti á framboðslista VG í Norðurþingi í kosningunum í vor. Flokkurinn fékk einn mann, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, kjörinn í kosningunum fyrir fjórum árum, Framsóknarflokkurinn þrjá, Sjálfstæðiflokkurinn þrjá og Samfylkingin tvo.

Fyrsta skrefið í átt að fyrningu í sjávarútvegi

Útgerðarmenn óttast að skötuselslögin séu aðeins fyrsta skrefið í átt að svonefndri fyrningarleið í sjávarútvegi. Næst þegar þorskkvóti verði aukinn fari hann ekki til kvótaeigenda heldur til ríkisins.

Ríkisstjórnin dragi skötuselslögin til baka

Stöðugleikasáttmálanum verður ekki bjargað nema ríkisstjórnin dragi skötuselslögin til baka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir að útgerðarmenn verði að fara átta sig á því að þeir stjórna ekki landinu. Til harðra átaka gæti komið á vinnumarkaði næsta haust þegar kjarasamningar verða lausir.

Eyjafjallajökull bólgnar enn út

Kvika streymir enn inn undir Eyjafjallajökul og fjallið bólgnar enn út. Eldfjallafræðingur telur að gosið muni standa í einhverjar vikur.

Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn.

Marklaus lög

Lög sem takmarka fjárfestingu útlendinga í orkufyrirtækjum eru marklaus fyrst Kanadamenn mega eiga í íslensku orkufyrirtæki. Þetta segir minnihluti nefndar um erlenda fjárfestingu, í bókun sem gerð var á fundi nefndarinnar í gær. Þar var ákveðið að kanadíska félagið Magma Energy megi eiga hlut í HS orku. Meirihluti nefndarinnar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur telja að fyrirtækið megi fjárfesta hér í gegnum sænskt dótturfélag.

Gylfi bundinn af ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestingu

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er samkvæmt lögum um bundinn af ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestingu. Hann hefur tilkynnt Magma Energy Sweden AB niðurstöðuna og að fjárfesting fyrirtækisins í HS Orku hf. samrýmist lög.

Flutningur hælisleitenda til Grikklands verði stöðvaður

Amnesty International leggur til að öll aðildarríki Dyflinnar-reglugerðarinnar stöðvi nú þegar allan flutning hælisleitenda til Grikklands. Í nýrri skýrslu samtakanna, Dyflinnar gildran, kemur fram að einstaklingar sem sendir eru til Grikklands á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar eiga á hættu að verða fyrir margvíslegum mannréttindabrotum, þar með talið að vera fluttir nauðugir til staða þar sem þeir eiga á hættu ofsóknir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty. Í skýrslunni er að finna úttekt á áhrifum reglugerðarinnar á réttindi hælisleitenda og nákvæma skoðun á aðstæðum þeirra í Grikklandi.

Mikil ánægja með störf Hönnu Birnu

Mikil ánægja er með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun Capacent Gallup sem var gerð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Alls eru 65,5% borgarbúa frekar eða mjög ánægðir með störf Hönnu Birnu.

Geiri á Goldfinger íhugar skaðabótamál gegn ríkinu

„Ég er að velta fyrir mér skaðabótamáli gegn ríkinu," segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardanstaðsins Goldfinger í Kópavogi en Alþingi samþykkti lög í dag þar sem nektardans er bannaður með öllu.

Sjómannafélag Íslands: Alþingi ætti að skammast sín

Sjómannafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna lögbanns á verkfall flugvirkja. Þar mótmælir félagið harðlega því sem þeir kalla aðför að réttindum launafólks sem Alþingi Íslands sýnir launamönnum með lagasetningu, sem bannar verkfall flugvirkja.

Um tugur jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli

Um tugur jarðskjálfta hafa mælst undir Eyjafjallajökli frá miðnætti en þeir hafa allir verið minni en 2 að stærð. Almannavarnanefnd lögreglustjórans á Hvolsvelli fundar með Vísindamönnum kukkan fjögur í dag. Ekkert hefur verið flogið yfir eldstöðarnar í dag vegna veðurs.

Nektardans bannaður á Íslandi

Nektardans hefur verið bannaður á Íslandi en Alþingi samþykkti lög þess eðlis í dag. Alls greiddu 31 þingmaður úr öllum flokkum atkvæði með banninu.

Skötuselsfrumvarpið kornið sem fyllti mælinn

Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að samþykkt skötuselsfrumvarpsins á Alþingi í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn, því hafi samtökin sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Ríkisstjórnin sendi sjálf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem áréttað var að ekkert kæmi fram í sáttmálanum er varðar skötuselsfrumvarpið. Þá sagðist ríkisstjórnin ekki sammála því að stöðugleiksáttmálinn væri brostinn. Því hygðist hún vinna áfram í anda sáttámálans.

Gosið í allri sinni dýrð - myndir

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá úrval þeirra mynda sem teknar hafa verið af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fremstu myndirnar í safninu eru teknar í ferð fjögurra vélsleðamanna sem komust ótrúlega nálægt gosinu í gær en þeir voru í um 200 metra fjarlægð frá gosstöðinni.

Erill í Vestmannaeyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina. Þó nokkuð þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá þurfti að flytja fólk á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna áverka eftir byltur. Eitthvað var um kvartanir vegna ónæðis, bæði vegna hávaða frá heimahúsum og hávaða utan dyra.

Hættulegar púslmottur innkallaðar

Hagkaup innkallar hér með vegna galla púslmottur úr frauðplasti fyrir 3ja ára og yngri. Um er að ræða púslmottu með Disney Princess ( Mat No 22373) sem er skrikamerkt nr. 6 8755422373 6.

Margrét framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu

Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tekur hún við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur mannréttindafræðingi, sem gegnt hefur stöðunni sl. 6 ár.

Jóhanna: Algjörlega óskiljanleg ákvörðun hjá SA

Forsætisráðherra ætlar að hitta forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) klukkan eitt í dag. Þetta kom fram eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þar lýsti Jóhanna yfir vonbrigðum með þá ákvörðun SA að segja upp stöðugleikasáttmálanum vegna skötuselsmálsins.

Jónmundur: Upphæðin gæti verið hærri

Samtals nema þeir styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkveitanda eru hulin leynd samtals 136 milljónum króna, en flokkurinn birti á heimasíðu sinni í gær yfirlit yfir beina styrki til flokksins frá fyrirtækjum og einstaklingum árin 2002-2006.

Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu

„Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis.

Sjúkraliðar mótmæla óþolandi vinnuálagi

Fjölmennur fundur sjúkraliða á Landspítala sem haldinn var í BSRB húsinu í gær mótmælti harðlega óþolandi vinnuálagi og undirmönnun á öllum deildum Landspítala háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Þar segir ennfremur að álagið valdi starfsmönnum óbætanlegu heilsuleysi, kvíða og vaxandi óöryggi í starfi. Forstjóri LSH og landlæknir sátu fundinn.

Bruninn í Batteríinu - myndir

Ljósmyndari Fréttablaðsins Vilhelm Gunnarsson var á vettvangi í Hafnarstrætinu í morgun þegar slökkviliðsmenn börðust við eldsvoða á skemmtistaðnum Batterínu. Húsið er stórskemmt og sennilegast ónýtt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Tólf stútar teknir úr umferð

Tólf ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Aftakaveður í nótt - 50 metrar á sekúndu

Aftakaveður var í Mýrdal í gærkvöldi og fram á nótt. Þakplötur fuku af húsum á þremur bæjum og var björgunarsveitin Víkverji kölluð út til aðstoðar við mjög erfiðar aðstæður.

Lítið sást af gosinu í nótt

Gosóróinn undir Fimmvörðuhálsi er hættur að aukast nema hvað af og til bætir aðeins í hann, en svo hjaðnar hann aftur. Einhverjar gufusprengingar urðu í gærkvöldi, líkt og í gærmorgun, og fór strókurinn þá upp í nokkurra kílómetra hæð.

Sjá næstu 50 fréttir