Fleiri fréttir

Skar mann á háls með brotinni bjórkrús

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags eftir að hann skar annan mann á háls með brotinni bjórkrús um helgina.

Hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulla ástæðu til að taka hugmyndum hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program með jákvæðu hugarfari. E.C.A. er einkarekið hernaðar­fyrirtæki sem vill koma upp einkareknum flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli.

Handtekur fólk ef það neitar að fara

Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtekur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði.

Dagsektir vegna hættu af brunahúsi

Borgarráð hefur samþykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjarlægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008.

Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli

Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heimilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka.

Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn

Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama.

Tækin í TF-SIF

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur nýst jarðeðlisfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyjafjallajökli.

Allir í viðbragðsstöðu

„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum.

Einkenni flúoreitrunar í dýrum

Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni.

Endurskapa vinnumarkað

Stefnt er að sameiningu Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar undir merkjum Vinnumarkaðsstofnunar um áramót. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformin í gærmorgun.

Bjarni Harðar í 2. sæti hjá VG í Árborg

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið á framboðslista Vinstri grænna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum 2007 en hann sagði af sér þingmennsku haustið 2008 í kjölfar þess að tölvupóstur þar sem hann hjólaði í Valgerði Sverrisdóttur fór óvart á fjölmiðla. Í aðdraganda þingkosninganna 2009 stofnaði Bjarni nýtt framboð L-lista fullveldissina sem dró síðar framboð sitt til baka.

Hittir Benedikt páfa í vikunni

Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hittir Benedikt páfa í Vatíkaninu í Róm síðar vikunni. Pétur mun eiga með honum fund þar sem gefur páfa skýrslu um starf kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Slíkir fundir eru haldnir að jafnaði á fimm ára fresti, að sögn séra Patreks Breen. Sjö ár eru þó síðan að biskup kaþólikka hér landi hitti páfa. Vegna heilsuleysis Jóhannesar páfa þurfti að fresta fundi á sínum tíma.

„Ég elska þessa konu“

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson, eða Gunnar í Krossinum eins og hann er oftast kallaður, giftu sig í gær í viðurvist barna sinna. Rætt var við hin nýbökuðu hjón í Íslandi í dag.

Lögreglumenn í Reykjavík krefjast breytinga

Á fjölmennum félagsfundi Lögreglufélags Reykjavíkur í kvöld var samþykkt ályktun vegna breytinga á vinnutíma og á rekstri lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Vilhjálmur: Stöðugleikasáttmálinn ekki í gildi

„Þetta hefur allt saman verið gert undir merkjum stöðugleikasáttmálans og nú þegar búið er að afgreiða málið með þessum hætti þá lítum við svo á að ríkisstjórnin sé að vísa okkur úr stöðugleikasáttmálanum,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. Sáttmálinn er að hans sögn brostinn eftir að Alþingi samþykkti í dag frumvarp um stjórn fiskveiða. Það heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta.

Þýðing Lissabonsáttmálans hefst innan skamms

Áætlanir utanríkisráðuneytisins gera ráð fyrir að þýðing stofnsáttmála Evrópusambandsins og Lissabonsáttmálans hefjist á næstu vikum og verði lokið síðar á árinu. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag - myndskeið

Þrátt fyrir að vera lítið á mælikvarða íslenska hálendisins er hraungosið á Fimmvörðuhálsi mikið sjónarspil. Sigríður Mogensen, fréttamaður Stöðvar 2, og myndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson flugu yfir svæðið eftir hádegi í dag.

Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög

Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði.

Brýnt að eyða óvissu um framtíð sjávarútvegsins

Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi, að mati atvinnumálanefndar Vesturbyggðar.

Krafturinn fer vaxandi

Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga.

Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“

Kristján Möller: Höfum ekki efni á átökum á vinnumarkaði

Alþingi samþykkti í dag lögbann við verkfalli flugvirkja Icelandair. Millilandaflug Icelandair hefur legið niðri í allan dag vegna verkfallsins en áætlunarflug hófst að nýju nú skömmu fyrir fréttir. Samgönguráðherra segir að þjóðarbúið hafi ekki efni á átökum á vinnumarkaði.

Varað við óveðri á Suðurlandi

Vegagerðin varar við óveðri á Suðurlandi frá Vík í Mýrdal og vestur undir Markarfljót. Einnig er varað við óveðri á Vestfjörðum á Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum - og á Suðausturlandi er óveður við Sandfell í Öræfum.

Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu

Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar.

Karl á fimmtugsaldri skorinn í hálsinn

Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja - Atli sat hjá

Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá.

Flugumferðarstjórar líkja þingmönnum við rakka

Félag íslenskra flugumferðarstjóra fordæmir inngrip ríkisstjórnar og Alþingis í kjaradeilu flugvirkja. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ríkisstjórnin sýni einbeittan og ítrekaðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrárbundnum réttindum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn.

Þinghlé framlengt vegna lögbanns á verkfall flugvirkja

Fundur er ekki hafinn á Alþingi en til stóð að greiða atkvæði upp úr klukkan hálf fjögur í dag um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Fundinum var frestað til fimmtán mínútur í fjögur en frumvarpið er nú rætt innan samgöngumálanefndar á Alþingi.

Hraun olli gufustrókum

Ólafur Sigurjónsson í Forsæti flaug yfir gosstöðvarnar á milli klukkan 8 og 9 í morgun en hann telur að gufustrókar hafi myndast þegar hraun rann yfir jökulinn en ekki að gossprungan hafi lengst.

Hraunflæði niður í Hrunagil - myndir

„Við sáum bara ljósmyndir af svæðinu en þær sýna að hraunið rennur niður í Hrunagil austan við Heljarkamb,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna en hann segir að hraunflæðið hafi verið viðbúið og því komi fátt á óvart hvað það varðar.

Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot

Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008.

Icelandair stefnir á flug klukkan fjögur í dag

Icelandair hefur ákveðið að stefna að því að hefja flug síðdegis í dag um klukkan fjögur en ríkisstjórn samþykkti að leggja fram frumvarp um lögbann á verkfall flugvirkja í hádeginu í dag, þó endanlegar ákvarðanir um það verði ekki teknar fyrr en Alþingi hefur lokið meðferð sinni.

Varað við stormi

Veðurstofan varar við stormi víða sunnan- og vestantil í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir austan og norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Síðan gangi í norðaustan 18-23 suðaustan-, og norðvestanlands í kvöld og einnig um tíma með suðvesturströndinni í kvöld og nótt.

Verið að verja Icelandair fyrir skaða með lögbanni

„Samkvæmt þessu, þá eru engin rök í sjálfu sér fyrir lögbanninu annað en félagið skaðast af þessu. Landið lokast ekki. Við fljúgum í dag, fljúgum til allra landa,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Icelandexpress en hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að samþykkja lögbann á verkfall flugvirkja hjá Icelandair en það var samþykkt af hálfu ríkisstjórnar í hádeginu í dag. Lögbannið þarf hinsvegar að samþykkja á Alþingi eigi það að taka gildi.

Héraðssaksóknarar frestast enn vegna sparnaðar

Það frestast enn um sinn að setja á fót embætti héraðssaksóknara vegna sparnaðaraðgerða dómsmálaráðuneytisins. Því hafði áður verið frestað til 1. janúar síðastliðins.

Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum

„Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum.

Vegum lokað í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls

Veginum inn í Þórsmörk verður lokað og eins veginum upp að Fimmvörðuhálsi. Þetta var ákveðið á fundi Almannavarna á Hellu nú í morgun, en næsti fundur hefur verið ákveðinn klukkan þrjú í dag. Karen Kjartansdóttir fréttakona ræddi við Víði Reynisson deildarstjóra almannavarna Ríkislögreglustjóra nú rétt fyrir fréttir.

Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar

Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkaði þónokkuð.

Nýtt frumvarp um sérstakan til að eyða óvissu

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn frumvarp til breytingar á lögum um embætti sérstaks saksóknara, en tilgangur þess er að taka af allan vafa um verkefni og verksvið embættisins.

Mikið um þjófnaði og skemmdarverk í Árborg

Um helgina báru hæst verkefni sem tengdust eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Lögreglumenn fóru þegar í upphafi á Hvolsvöll til aðstoðar við lokanir vega og rýmingu auk þess að sjá um lokun þjóðvegarins austan við Selfoss.

Sjá næstu 50 fréttir