Innlent

Vegum lokað í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls

Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.

Veginum inn í Þórsmörk verður lokað og eins veginum upp að Fimmvörðuhálsi. Þetta var ákveðið á fundi Almannavarna á Hellu nú í morgun, en næsti fundur hefur verið ákveðinn klukkan þrjú í dag. Karen Kjartansdóttir fréttakona ræddi við Víði Reynisson deildarstjóra almannavarna Ríkislögreglustjóra nú rétt fyrir fréttir.

„Eins og er erum við að sjá talsvert mikið líf í stöðinni," segir Víðir. Að hans sögn er hópur vísindamanna á leið upp að eldstöðinni til þess að taka sýni og eins er áætlað að fjljúga með vísindamenn yfir svæðið. Næsti fundur Almannavarna verður haldinn klukkan þrjú og þá verður tekin ákvörðun um hvort rýma þurfi hús og bæi fyrir næstu nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×