Fleiri fréttir

Ríkisstjórnarfundi frestað til hádegis

Ríkisstjórnarfundi sem átti að halda klukkan tíu um lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur verið frestað til klukkan tólf. Verfallið hófst klukkan eitt í nótt eftir að viðræður þeirra við félagið sigldu í strand hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi.

Samfylkingarkonur ánægðar með Jóhönnu

Samfylkingarkonur hittust á ársþingi sínu í Hveragerði um helgina. Í ályktun þingsins er lýst yfir ánægju með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta kvenforsætisráðherra sögunnar. Nýr formaður, Elfur Logadóttir var einnig kjörin á þinginu og tekur hún við keflinu af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.

Ríkisstjórnin hittist til að ræða verkfallið

Ríkisstjórnin verður kölluð saman til fundar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, til að fjalla um Verkfall flugvirkja hjá Icelandair, sem hófst klukkan eitt í nótt eftir að viðræður þeirra við félagið sigldu í strand hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi.

Gosmökkurinn nær átta kílómetra upp í loft - sprungan virðist lengri

Á áttunda tímanum í morgun jókst styrkurinn í gosinu á Fimmvörðuhálsi töluvert og er talið að gufusprenging hafi orðið í eldstöðinni. Mikill gufustrókur sést nú frá gosinu og sýna mælitæki að hann nær um átta kílómetra upp í loft. Fljótlega dró þó úr virkninni á nýjan leik.

Allur flugfloti Icelandair stoppar í dag vegna verkfallsins

Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan eitt í nótt eftir að viðræður þeirra við félagið sigldu í strand hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Vélar félagsins frá Evrópu voru að tínast til Keflavíkur í nótt, en brottför þeirra seinkaði í gærmorgun vegna eldgossins.

Gosið enn í gangi - farið að bera á öskufalli

Gosórói í Eyjafjallajökli fór vaxandi um ellefu leytið í gærkvöldi og hélst fram til klukkan þrjú í nótt, að heldur dró úr honum aftur og það er staðan núna í morgunsárið.

Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum

„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa.

Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos

„Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær.

Þetta er helvíti gaman

„Þetta er bara helvíti gaman,“ sagði Gabríel Björnsson, fjórtán ára, sem þurfti að verja aðfaranótt sunnudags í fjöldahjálparmiðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Landeyjum ásamt fjölskyldu sinni.

Hræðsla þegar einn gleymdist

Töluverð hræðsla greip um sig í hópi ríflega fjörutíu leiklistarnema úr Menntaskólanum við Sund þegar þeim bárust fréttir af gosinu í miðju skólaferðalagi.

Blása nýju lífi í miðborgina

„Hugmyndin er sú að bæta ímynd þessarar götu, sem hefur því miður haft mjög slæmt orðspor á sér,“ segir Þórarinn Ívarsson, formaður félagasamtakanna Veraldarvina, sem vinna nú öttulega að endurbótum á gömlum húsum við Hverfisgötu sem hafa verið í niðurníslu um nokkurt skeið.

Lengingu skólaársins frestað

Innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga verður frestað að hluta til, segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Til dæmis verður lengingu skólaárs sem kveðið er á um í lögum slegið á frest. Í ræðu ráðherrans á nýafstöðnu menntaþingi kom einnig fram að hægt verður á innleiðingu þeirra hluta laganna sem snúa að gildistöku nýrrar aðalnámskrár í framhaldsskólum.

Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið

„Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið, miklar stillur þannig að maður hefur nú búist við þessu,“ segir Jón Gunnar Karlsson, bóndi á Strönd í Vestur-Landeyjum.

Undirbúa endurskoðunina

Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að sú endurskoðun fari fram, þrátt fyrir að Icesave-deilunni sé ekki lokið. Sú vinna er á lokastigi af Íslands hálfu.

Eldgosið ekki í rénun

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er ekki í rénun, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í rannsóknarflugi með flugvél Landhelgisgæslunnar

Hvetur menn til að passa upp á dýrin

„Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir.

Þingmenn til Bretlands til að laga samskiptin

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að fundur með utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd breska þingsins verði vonandi til þess að bæta samskipti Íslands og Bretlands, sem hafa verið í lágmarki eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-lögin.

Segir eldgosið ekki koma á óvart

Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio.

Fyrsta innanlandsflugið farið á sjötta tímanum

Gert er ráð fyrir að fyrsta flugvél á vegum Flugfélags Íslands fari í loftið á sjötta tímanum í dag, en innanlandsflug hefur annars legið niðri. Frá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að farnar yrðu fjórar ferðir til Akureyrar en annars væri ekki flogið.

Gosóróinn í lægð þessa stundina

Gosóróinn í Fimmvörðuhálsi er í lægð núna. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hann virðist minnka og vaxa á víxl. Því er ómögulegt að spá fyrir um framhald málsins. Enn mælast smáskjálftar á svæðinu. Um hádegisbil höfðu um 30 smáskjálftar mælst siðan á miðnætti í nótt.

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting.

Þarf að fylgjast vel með öskufalli

Yfirdýralæknir og Matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem öskunni fylgir. Þá er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns þar sem bæir eru með einkavatnsveitur.

Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi

Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag.

Fyrsta vél frá Boston í loftið klukkan hálf fimm

Fyrsta Icelandair vélin sem beðið hefur í Boston vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fer í loftið klukkan hálffimm að íslenskum tíma. Guðjón Arngrímsson segir að hinar vélarnar tvær fylgi síðan í kjölfarið. Um fimmhundruð manns hafa beðið í Boston í dag.

Samhæfingarfundur vegna gossins

Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast.

Gosið enn í fullum gangi

Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu.

Gossprungan í Fimmvörðuhálsi - myndskeið

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar náði einstæðum myndum af gosinu í nótt. Í frétt á heimasíðu Gæslunnar segir að vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. Þaðan var haldið austur að jöklinum og síðan til norðurs.

Innanlandsflug liggur niðri til kvölds

Allt innanlandsflug liggur niðri þangað til klukkan 18.15 í kvöld vegna eldgossins. Fólk er hvatt til að kynna sér tímasetningar á flugi á textavarpinu.

Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu

Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang.

Lögreglan lokaði veitingastað á Laugavegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað á Laugavegi á fjórða tímanum í nótt vegna þess að eigendur höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að starfrækja veitingastaðinn.

Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig

Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Sjá næstu 50 fréttir