Fleiri fréttir

Lögvarðir hagsmunir voru ekki virtir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra braut stjórnsýslulög þegar hún gaf forsvarsmönnum Norðuráls ekki kost á því að gæta hagsmuna félagsins þegar hún felldi úrskurð vegna Suðvesturlínu, að því er segir í bréfi Norðuráls til ráðherra.

Listamenn streyma í vinnu á Skagaströnd

„Þetta fólk kann óskaplega vel við sig og hefur sýnt af sér gríðarlega indæla og góða framkomu,“ segir Sigurður Sigurðar­son, formaður stjórnar Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd, um erlenda listamenn sem flykkst hafa til dvalar í lista­miðstöðinni.

Samþykkja að veðsetja þrjár húseignir

Bæjarráð Hafnar­fjarðar hefur samþykkt að veðsetja þrjár húseignir bæjarins vegna skuldbreytinga á lánum. Um er að ræða húseignir á Sólvangsvegi 2 og Strandgötu 31 og 33.

Hugmyndin galin segir talsmaður LL

Mikill ávinningur yrði af því að greiða upp skuldbindingar ríkisins vegna Icesave með láni frá lífeyrissjóðunum, að mati Viðskiptaráðs Íslands. Hugmyndin er galin, segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða (LL).

Íbúðalán dragast saman um helming

Þótt útlán Íbúðalánasjóðs hafi aukist á milli mánaða í septem­ber er samdráttur milli ára. Samkvæmt tölum sjóðsins námu heildarútlán ríflega 2,9 milljörðum króna í septem­ber, þar af voru um 1,8 milljarðar í almenn útlán og 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána.

Fimmtungur stendur utan þjóðkirkju

Um fimmtungur þjóðarinnar stendur nú utan þjóðkirkjunnar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Átján prósent eru í öðrum trúfélögum og 2,9 prósent standa utan trúfélaga. Þá kann frekari breytinga að vera að vænta eftir sérstakt átak Vantrúar, félagsskapar trúleysingja, sem boðið hafa fólki aðstoð sína við „leiðréttingu“ skráningar í trúfélög.

Næg orka fyrir fleiri verkefni

Nýtt álver Norðuráls í Helguvík mun nota um 44 prósent af þeirri orku sem fyrirhugað er að virkja á Suðurlandi á næstunni, samkvæmt upplýsingum frá Norður­áli. Forsvarsmenn fyrirtækisins mótmæla fullyrðingum að ekki sé til næg orka til að knýja álverið.

Eins og alls engin lög gildi á Reykjanesinu

„Reykjanesið er sérfyrirbæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Matvís.

Beita húsdýrum á hringtorgin

Náttúruvernd Ísafjarðarbær mun gera tilraun með að beita húsdýrum á lítið notuð græn svæði í bænum næsta sumar. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir mögulegt að lækka kostnað við slátt, auk þess sem húsdýrin séu á allan hátt umhverfisvænni en sláttuvélarnar.

Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar um klukkan korter í átta í kvöld.

Suðurnesjamenn gagnrýna Svandísi

Ríkisstjórnin verður að taka af skarið um að verkefni, sem fengið hafa eðlilegan undirbúning og hafa fylgt í öllum atriðum eðlilegum stjórnsýsluleiðum, verði ekki tafin frekar, segir í ályktun borgarafundar sem haldinn var á Suðurnesjum í kvöld.

Selur merki til styrktar Rebekku

Pétur Sigurgunnarsson hefur sett af stað söfnun til að styðja við bakið á Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, sem missti báða foreldra sína með skömmu millibili og vonast nú til að fá forræði yfir tveimur barnungum bræðrum sínum. Rebekka á auk þess von á sínu fyrsta barni í nóvember.

Sendiráðsstarfsmaður kærður fyrir auðgunarbrot

Bókari sendiráðs Íslands í Vín hefur viðurkennt auðgunarbrot í sendiráðinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að bókarinn hefur þegar látið af störfum og málið hefur verið kært til lögreglu og er það nú til rannsóknar þar.

Sýknuð af röngum sakargiftum - var hugsanlega nauðgað

Kona, sem var ákærð fyrir að hafa haft uppi alvarlegar og rangar sakargiftir með því að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni, var sýknuð í Héraðsómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Sendingu bóluefnis til Íslands flýtt

Að ósk sóttvarnalæknis hefur verið flýtt innflutningi á fyrsta skammti af bóluefni gegn H1N1 veirunni, sem Íslendingar hafa tryggt sér aðgang að með samningi við lyfjaframleiðandann GlaxoSmithKline (GSK). Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af bóluefninu, um 15 þúsund skammtar, komi til landsins næst komandi fimmtudag 15. október.

Fjögurra bíla árekstur

Fjögurra bíla árekstur varð á mótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um meiðsli á fólki og að einn væri fastur inni í bifreið.

Sakaði samstarfskonu um að halda að sér ilmolíu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið í skaðabótamáli vegna ólöglegrar uppsagnar konu á fertugsaldri hjá Vinnumálastofnun Suðurnesja. Konunni var sagt upp í lok júlí 2008. Nokkrum mánuðum fyrr var hún áminnt í starfi meðal annars á þeim forsendum að hún átti í alvarlegum samstarfsörðugleikum við samstarfskonu sína.

Siðareglur fyrir embættismenn og ráðherra

Forsætisráðuneytið hefur birt drög að siðareglum fyrir embættismenn og ráðherra á vef stjórnarráðsins. Almenningi gefst nú kostur á að gera athugasemdir og koma með ábendingar um hvað megi betur fara í þessum drögum að siðareglum.

Vilja tryggja daglegar ferjusiglingar Baldurs

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og fastanefnd sambandsins um samgöngumál (samgöngunefnd), skora á yfirvöld samgöngumála að tryggja áframhaldandi daglegar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð, milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

Einbúi kærir hestamann fyrir líkamsárás

Tæplega áttræður einbúi úr Eyjafjarðarsveit kærði hestamann fyrir líkamsárás sem hann á að hafa orðið fyrir síðdegis á laugardaginn. Samkvæmt heimildum Vísis var um að ræða ágreining vegna ágangs hesta á land einbúans.

Landsbjörg eykur öryggi með nýjum vef

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið í notkun innri vef og hópvinnukerfi fyrir starfsfólk félagsins og um 18 þúsund félagsmenn þess. Lausnin eykur upplýsingaflæði milli félagsmanna sem og starfsfólks, auk þess að einfalda allt samstarf og samvinnu þeirra á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Ecoli sýkingin afmörkuð

Ecoli sýkingin sem upp kom fyrir skemmstu í Reykjavík var afmörkuð og hafa ekki fleiri tilfelli greinst. Alls sýktust átta manns, þar af voru þrír tengdir fjölskylduböndum. Ekki hefur enn tekist að finna orsakavaldinn, en ítarlega var farið yfir matvæli sem fólk hafði neytt og innkaupalistar skoðaðir. Sýni voru send til Bretlands til frekari greiningar og er niðurstaðna beðið.

Aukinn þungi svínaflensu á landsbyggðinni

Svínaflensan er nú að stinga sér niður af auknum þunga á landsbyggðinni. Landlæknisembættið reynir að fá bóluefni til landsins fyrir helgi svo hægt sé að byrja bólusetningu forgangshópa í næstu viku.

Fyrrum eigendur kærðir fyrir að stela innréttingum

Tvær kærur hafa borist til lögreglunnar á Selfossi vegna eignaspjalla og undanskota innréttinga sem menn hafa rifið niður í íbúðum eða fyrirtækjum sem þeir kærðu höfðu misst á uppboði.

Segir ekki skynsamlegt að framleiða meira ál á Íslandi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur ekki undir þau sjónarmið formanns loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna að ekkert sé því til fyrirstöðu að endurnýjanleg orka Íslendinga sé notuð til að knýja álver.

Ægir með Qavak í togi

Varðskipið Ægir er með grænlenska bátinn Qavak í togi og eru skipin á leið til hafnar í Reykjavík.

Borgarafundur um atvinnumál í Reykjanesbæ

Sveitarfélög og launþegahreyfingin á Suðurnesjum efna til borgarafundar um atvinnumál í Reykjanesbæ í kvöld klukkan 18:00 en yfirskrift fundarins er „Baráttan um vinnu".

Íslendingar nota tonn af kannabis á ári

Á árunum 1995 til 2000 tvöfaldaðist skyndilega fjöldi kannabisfíkla á Vogi. Íslendingar hafa aldrei notað jafn mikið af kannabisefnum og nú. Það líður varla sú vika að kannabisframleiðsla sé ekki stöðvuð og talið er að tugir manns hafi fulla atvinnu af því að framleiða og selja kannabis á Íslandi. Varlegustu áætlanir gera ráð fyrir því að Íslendingar neyti heils tonn af kannabis á ári. Þá má reikna að götuverðið á þeirri neyslu sé nærri þremur og hálfum milljarði. Allt eru það varlega áætlaðar tölur.

Snákar úr Hafnarfirði með smitandi salmonellu

Fimm snákar, skordýr og Tarantula kóngulær sem lögreglan gerði upptæka í heimahúsi í Hafnarfirði 1. júlí síðastliðinn, reyndust vera smitaðir af Salmonella cholerasuis. Þetta kom fram á vef Matvælastofnunnar en kvikindin voru krufin á Keldum og sýkladeild LSH.

Listmunasali býður mótmælendum í kaffi

„Þeim verður áreiðanlega bara boðið í kaffi,“ segir Tryggvi Friðriksson, eigandi Gallerí Foldar vegna fyrirhugaðra mótmæla Samtaka Íslenskra Myndlistarmanna (SÍM) fyrir utan galleríið klukkan sex í kvöld. Mótmælin fara fram á sama tíma og uppboð fer fram í Galleríinu.

Jóhanna segir Íslendinga ekki þurfa fleiri lán

Íslendingar þurfa ekki frekari lánafyrirgreiðslu en þegar hefur verið samið um. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til norsku fréttaveitunnar ABC. ABC fjallar um norska lánið svokallaða og bréfaskriftir Jóhönnu og Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs.

Innbrot hjá eldri borgurum

Brotist var inn í félagsmiðstöð eldri borgara í Vesturbæ Reykjavíkur um miðnætti í gær. Að sögn lögreglu var myndvarpa stolið úr miðstöðinni auk þess sem þjófurinn eða þjófarnir höfðu lítilræði af peningum upp úr krafsinu.

Mótorhjólaslys í Garðabæ

Ökumaður mótorhjóls slasaðist í Garðarbæ í gærkvöldi þegar hann ók aftan á brifreið með þeim afleiðingum að hann kastaðist af hjólinu. Að sögn lögreglu beinbrotnaði maðurinn en óljóst er um frekari meiðsli. Ökumann bílsins og farþega sakaði ekki en slysið átti sér stað á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ægir kominn á slóðir fiskiskipsins

Varðskipið Ægir er komið á slóðir vélarvana grænlensks fiskiskips sem statt er miðja vegu á milli Íslands og Grænlands. Ekki hefur fengist staðfest hvort tekist hafi að koma taug í skipið en til stendur að draga hann síðan til hafnar á Íslandi.

Bændur slökkva ljósin í skugga skelfilegrar stöðu

„Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.

Makríllinn enn á miðunum

Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrannsóknastofnun. Rannsóknin er hluti af því að kortleggja breytt hegðunar­mynstur makrílsins við Ísland.

Friðarsúlan skín líka á netinu

Kveikt var á friðarsúlunni sem tileinkuð er minningunni um Bítilinn John Lennon í þrívíddarútgáfu af Viðey sem finna má í netsamfélaginu Second Life, nokkrum stundum eftir sama viðburð hér á föstudag.

Ráðherra sagður tala OR niður

„Það er sérkennilegt þegar ekki má benda á hið augljósa. Það eru erfiðleikar með bæði orkuöflun fyrir álver í Helguvík og fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

Niðurskurðurinn bitnar mest á öryrkjum

Öryrkjar eru uggandi um sinn hag og óttast frekari tekjuskerðingar en orðið hafa á árinu, segir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Aðalstjórn bandalagsins sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún mótmælir „harðlega að ríkisstjórnin, sem kennir sig við félagshyggju og jöfnuð, skuli áforma að halda áfram að skerða kjör öryrkja umfram aðra þegna landsins“. Guðmundur segir mjög hart fyrir öryrkja og aðra lífeyrisþega að þurfa að takast á við verri kjör auk þess sem þeir finni auðvitað líka fyrir hækkandi verði á neysluvörum og hærri afborgunum lána.

Enn neitað um sæti við samningaborðið

Ísland hefur afþakkað boð um að senda áheyrnar­fulltrúa á fund strandríkja um heildarstjórnun makríl­veiða síðar í þessum mánuði. Fundar­boðendum var tilkynnt að Ísland tæki ekki þátt í slíkum fundi nema sem fullgilt strandríki.

121 námsmenn enn á atvinnuleysisskrá

Vinnumálastofnun hefur sent bréf til 121 manns sem er bæði á atvinnuleysisskrá og skráður í nám án þess að hafa samið um það við stofnunina. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að samkeyra atvinnuleysisskrána við nemendaskrár fjörutíu og þriggja háskóla og framhaldsskóla í landinu.

Álver í landi Bakka mun rísa

Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að áfram verði unnið á grunni vilja­yfirlýsingar um álver á Bakka þótt yfirlýsingin sem slík hafi ekki verið framlengd, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í samtali við Sveitarstjórnarmál, rit Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir Bergur Elías ákvörðun ríkisstjórnarinnar bakslag, „en við látum engan bilbug á okkur finna. Álver í landi Bakka við Húsavík mun rísa," segir hann. - bþs

Nítján manns missa vinnuna

„Þetta er sársaukafullt fyrir fólkið sem lendir í uppsögnunum en einnig fyrir okkur sem eftir eru. Það er erfitt að standa í svona löguðu en þetta var því miður nauðsynleg aðgerð,“ segir Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu. Nítján starfsmönnum fyrirtækisins, sem rekur fjarskiptanet landsmanna, hefur verið sagt upp störfum, tíu á höfuðborgarsvæðinu og níu á landsbyggðinni.

Sjá næstu 50 fréttir