Innlent

Jóhanna segir Íslendinga ekki þurfa fleiri lán

Íslendingar þurfa ekki frekari lánafyrirgreiðslu en þegar hefur verið samið um. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til norsku fréttaveitunnar ABC. ABC fjallar um norska lánið svokallaða og bréfaskriftir Jóhönnu og Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs.

Jóhanna sendi ABC einnig línu vegna málsins og þar segir að auðvitað væri gott að hafa aðgang að láni að upphæð 100 milljarða norskra krónam ekki síst ef þan væri ótengt Icesave og AGS. „Ekkert bendir hins vegar til þess að við þurfum stærri lánapakka en þann sem þegar hefur verið samið um," segir ráðherrann.






Tengdar fréttir

Jóhanna: Ásakanir framsóknarmanna fráleitar

Framsóknarmenn saka forsætisráðherra um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fráleitar ásakanir segir forsætisráðherra.

Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist

Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist.

Bréfaskipti Jóhönnu og Stoltenbergs birt

Forsætisráðuneytið hefur birt nýleg bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í tengslum við fullyrðingar forystumanna Framsóknarflokksins um áhuga norskra þingmanna að veita Íslendingum lán fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×