Bændur slökkva ljósin í skugga skelfilegrar stöðu 12. október 2009 06:00 Jón Bjarnason „Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
„Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira