Segir ekki skynsamlegt að framleiða meira ál á Íslandi 12. október 2009 12:06 Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur ekki undir þau sjónarmið formanns loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna að ekkert sé því til fyrirstöðu að endurnýjanleg orka Íslendinga sé notuð til að knýja álver.Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Dr. Rajendra Pachauri, heimsótti Ísland í síðasta mánuði en hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir tveimur árum fyrir hönd nefndarinnar. Dr. Pachauri þykir leiðandi í umræðunni um loftslagsvandann en hann flutti meðal annars fyrirlestur í Háskóla Íslands og ræddi við íslenska fjölmiðla.Ummæli hans um álframleiðslu á Íslandi þóttu nokkuð á skjön við sjónarmið samtaka og einstaklinga sem tala í nafni umhverfisverndar á Íslandi en Dr. Pachauri sagði ekkert því til fyrirstöðu að nota endurnýjanlega orku Íslendinga til að knýja álver og hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær.Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur vakið athygli á síðustu vikum fyrir að beita sér ákveðið gegn álverum hérlendis. En er það ekki í andstöðu við sjónarmið formanns loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna? Hvað segir Svandís um rök hans? Var ekki formaðurinn beinlínis að hvetja til þess að Íslendingar framleiddu meira ál?Svandís segir að þegar rýnt sé í hvað Dr. Pachauri sagði þá hafi hann sagt að ef það þyrfti endilega að framleiða meira ál þá væri betra að gera það á sem umhverfisvænstan hátt. Svandís segir að menn þyrftu hins vegar að horfa til fleiri sjónarmiða á Íslandi, að atvinnuuppbyggingin yrði ekki þannig að við værum með öll eggin í sömu körfunni. Það væri ekki skynsamlegt fyrir eitt samfélag að byggja framtíðina, að ekki væri talað um sjálfbæra og græna framtíð, á stóriðju og álverum. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur ekki undir þau sjónarmið formanns loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna að ekkert sé því til fyrirstöðu að endurnýjanleg orka Íslendinga sé notuð til að knýja álver.Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Dr. Rajendra Pachauri, heimsótti Ísland í síðasta mánuði en hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir tveimur árum fyrir hönd nefndarinnar. Dr. Pachauri þykir leiðandi í umræðunni um loftslagsvandann en hann flutti meðal annars fyrirlestur í Háskóla Íslands og ræddi við íslenska fjölmiðla.Ummæli hans um álframleiðslu á Íslandi þóttu nokkuð á skjön við sjónarmið samtaka og einstaklinga sem tala í nafni umhverfisverndar á Íslandi en Dr. Pachauri sagði ekkert því til fyrirstöðu að nota endurnýjanlega orku Íslendinga til að knýja álver og hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær.Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur vakið athygli á síðustu vikum fyrir að beita sér ákveðið gegn álverum hérlendis. En er það ekki í andstöðu við sjónarmið formanns loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna? Hvað segir Svandís um rök hans? Var ekki formaðurinn beinlínis að hvetja til þess að Íslendingar framleiddu meira ál?Svandís segir að þegar rýnt sé í hvað Dr. Pachauri sagði þá hafi hann sagt að ef það þyrfti endilega að framleiða meira ál þá væri betra að gera það á sem umhverfisvænstan hátt. Svandís segir að menn þyrftu hins vegar að horfa til fleiri sjónarmiða á Íslandi, að atvinnuuppbyggingin yrði ekki þannig að við værum með öll eggin í sömu körfunni. Það væri ekki skynsamlegt fyrir eitt samfélag að byggja framtíðina, að ekki væri talað um sjálfbæra og græna framtíð, á stóriðju og álverum.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira