Fleiri fréttir Ekið á níu ára stúlku Ekið var á gangandi vegfarendur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Níu ára stúlka varð fyrir bíl á Rauðalæk síðdegis og var hún flutt á slysadeild. 3.9.2009 16:08 Reyna að bæta skuldastöðu einyrkja Stjórnvöld kanna sérstaklega hvernig unnt er að bæta skuldastöðu einyrkja sem eiga í miklum greiðsluerfiðleikum. Margir þeirra hafa lagt allt undir, bæði atvinnurekstur og heimili. 3.9.2009 16:06 Grunaður yfirheyrður vegna vídeóleigubruna Maður hefur verið yfirheyrður vegna brunans í Laugarásvídjói síðustu helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, var maðurinn látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsóknin heldur áfram. 3.9.2009 15:30 Fleiri greinast með svínaflensu Alls hafa 168 greinst með svínaflensu (H1N1) vegna sýkingu á Íslandi sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Þar af eru 92 karlar og 76 konur. Í síðustu viku höfðu 162 greinst með flensuna. 3.9.2009 14:59 VG vilja einkavæða bílastæðahús borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti tillögu VG á fundi borgarráðs í dag um könnun á kostum þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hinsvegar fyrirvara við málið og sátu hjá. 3.9.2009 14:43 Ásættanleg niðurstaða fyrir borgina Niðurstaðan eftir rúmlega hálfs árs söluferli Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er góð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og eigendur hennar, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Borgarfulltrúar meirihlutans styðja söluna. 3.9.2009 14:21 Lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi HS Orku Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi söluna á HS Orku á fundi borgarráðs í dag. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir málið yfirgripsmikið og því hafi minnihlutaflokkarnir lagt fram fyrirspurnirnar. 3.9.2009 13:49 Blása til mótmælatónleika vegna Ingólfstorgs og Nasa Áhugahópur um björgun Ingólfstorgs hefur blásið til baráttutónleika sem verða haldnir á torginu á laugardaginn. 3.9.2009 13:10 Borgarráð frestar afgreiðslu á sölu HS orku Borgarráð Reykjavíkur hefur að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu ákveðið að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. 3.9.2009 12:58 Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3.9.2009 12:28 Ísafjarðarleiðin að styttast um 72 kílómetra Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. 3.9.2009 12:09 Viðbrögð Hollendinga og Breta kynnt fjárlaganefnd Viðbrögð Hollendinga og Breta við fyrirvörum við Icesave ríkisábyrgðina verða kynnt fjárlaganefnd á fundi sem hefst nú á hádegi. 3.9.2009 11:59 Ekki mútugreiðslur „Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða. 3.9.2009 11:28 Fórnalömbin samúðarfull með starfsmanni á plani „Við finnum til með manninum. Hann þarf greinilega á hjálpa að halda,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir en hún ásamt manni sínum, Raymond McQueen og vinafólki ætluðu að taka bensín á Olís í Norðlingaholti í gærdag. 3.9.2009 11:25 Tjá sig ekki um hugmyndir um skattahækkanir á álfyrirtæki „Við tjáum okkur ekki um þetta mál nema við fáum um það formlegt erindi frá stjórnvöldum,“ segir Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Íslandi sem rekur álverið á Reyðarfirði, aðspurð um yfirlýsingar varaformanns fjárlaganefndar Alþingis sem vill að hærri skattur verði lagður á álfyrirtæki. 3.9.2009 11:20 Guðbjörg Jóhannesdóttir nýr prestur í Hafnarfirði Guðbjörg Jóhannesdóttir hefur verið valin prestur í Hafnarfjarðarprestakalli en embættið veitist frá 1.október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu. 3.9.2009 11:09 Segir Rúv hafa sýnt sér vanvirðingu og ruddalega framkomu Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri ætlar í meiðyrðarmál við Rúv vegna ummæla sem látin voru falla í hádegisfréttum útvarpsins á mánudagsmorgun. Þar var því haldið fram að Ólafur hefði látið leggja fé inn á sinn eigin reikning en ekki til Frjálslyndaflokksins. Ólafur segir að með þeim ummælum hefði Rúv verið að þjófkenna sig. 3.9.2009 10:40 Stálu barnavagni og heimabíói Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í 30 og 60 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela meðal annars barnavagni að andvirði 129 þúsund króna. 3.9.2009 10:29 Vilja stýra Borgarahreyfingunni Hópur fólks hefur tilkynnt um framboð í stjórn Borgarahreyfingarinnar en landsfundur hreyfingarinnar fer fram laugardaginn 12. september. Í hópnum eru meðal annars Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður, og Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn af stofnendum hreyfingarinnar. 3.9.2009 09:56 Ögmundur: Skýrslan slær öll met í yfirlæti Heilbrigðisráðherra segir nýja skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) slá met í yfirlæti. Hann segir skýrslur stofnunnar unnar af einstaklingum sem upp til hópa aðhyllast hægri sinnaða markaðshyggju. Ráðherrann spyr hver greiði fyrir skýrsluna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir einnig skýrsluna. 3.9.2009 09:11 Slasaðist í álveri Kalla þurfti út menn fjá Björgunarfélagi Akraness til að ná niður manni sem hafði slasast uppi á 12 metra háu sílói í álverinu á Grundartanga í gær. Björgunarmennirnir bjuggu um hann í börum og létu hann svo síga niður, þar sem sjúkraflutningamenn tóku við honum og fluttu hann á sjúkrahúsið á Akranesi. Maðurinn mun ekki hafa slasast alvarlega. 3.9.2009 07:30 Fiskitorfa af óþekktri tegund Skipstjóri á síldveiðiskipi, sem var á leið til Vestmannaeyja í nótt, lóðaði á stóra fiskitorfu austur af Vestmannaeyjum. 3.9.2009 07:25 Bátur rann af vagni Ekki vildi betur til en svo, þegar menn voru að sjósetja bát á Kjalarnesi í gærkvöldi, að hann rann svo hressilega af vagninum að þeir misstu tök á honum og hann tók að reka á haf út. 3.9.2009 07:21 Hafnaði næstum í ánni Minnstu munaði að bíll færi út af Elliðaárbrúnni í Reykjavík og hafnaði ofan í ánni, þegar ökumaður missti stjórn á honum í gærkvöldi og bíllinn lenti á handriði, sem var um það bil að gefa sig þegar bíllinn nam staðar. 3.9.2009 07:18 Kartöfluuppskera framar vonum Kartöfluuppskera í Hornafirði er nú meiri en bændur muna til að hún hafi nokkurn tímann verið, að því er fram kemur á vef Hornafjarðar. 3.9.2009 07:08 Þjófar staðnir að verki í 10-11 Tveir unglingspiltar voru staðnir að búðahnupli í verslun 10-11 í Glæsibæ í nótt. Þegar starfsmaður sá til þeirra lögðu þeir á flótta og sluppu en skildu þýfið eftir. 3.9.2009 07:04 Yfir 2.000 fyrirtæki hafa verið stofnuð frá hruninu Ekkert lát er á stofnun nýrra fyrirtækja þrátt fyrir ískyggilega stöðu í efnahagslífinu. Forsvarsmenn atvinnulífsins telja sjálfsbjargarviðleitni atvinnurekenda og viðbrögð við atvinnumissi búa að baki. 3.9.2009 06:30 Óeirðadeildin fullmönnuð Flestir þeir lögreglumenn sem ákváðu að ganga úr óeirðadeild lögreglu í síðasta mánuði hafa nú gengið til liðs við hópinn á ný. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu lögreglumennirnir sig hafa komið óánægju sinni á framfæri með því að hætta í mannfjöldastjórnunarhópi lögreglu, svokallaðri óeirðadeild. Því myndi ekkert frekar vinnast með því að halda sig utan við hópinn áfram. 3.9.2009 06:30 Ólga í Framsókn vegna Magma-sölu Bakland Framsóknarflokksins í Reykjavík virðist missátt við að Orkuveitan hafi gengið að kauptilboði Magma Energy. Formaður borgarráðs segir að þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki breyti ekki niðurstöðu málsins. 3.9.2009 06:15 Lést í vinnuslysi í Árbæ Karlmaðurinn sem féll af húsþaki við vinnu sína í Árbæjarhverfi var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild á sjötta tímanum á þriðjudag. Maðurinn hét Gísli Ágústsson og var á fimmtugsaldri. Hann var til heimilis að Vagnhöfða 7 í Reykjavík. Gísli lætur eftir sig tvö börn. 3.9.2009 06:00 Árni Helgason formaður Heimdallar Árni Helgason lögfræðingur var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á fjölmennum aðalfundi félagsins sem fram fór í Valhöll í kvöld. Ellefu manna hópur sem bauð sig fram með Árna til stjórnar Heimdallar náði einnig kjöri. 3.9.2009 06:00 Tvö þúsund félög hunsa skattstjóra Ríkisskattstjóri undirbýr aðgerðir gegn hlutafélögum sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2007. Sektin er 250.000 krónur. Hann skortir úrræði til að bregðast harðar við málum og hefur nefnt það við fjármálaráðuneytið. 3.9.2009 06:00 Ætlar í mál við Ríkisútvarpið Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings af deilum hans við Frjálslynda flokkinn um fjárframlög frá Reykjavíkurborg. Ólafur kvaddi sér hljóðs á borgarstjórnarfundi á þriðjudag og kynnti þessi áform sín. 3.9.2009 05:45 Prentlög og útvarpslög verða samræmd Unnið er að endurskoðun fjölmiðlafrumvarps í menntamálaráðuneytinu. Frumvarp verður jafnvel lagt fyrir Alþingi í haust. Löggjöf allra fjölmiðla verður samrýmd og tekið á eignarhaldi. Sérstaklega verður hugað að netinu. 3.9.2009 05:30 Níu af tíu segja ekki nóg gert Ríflega 91 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem unnin var af Capacent Gallup fyrir ASÍ telur stjórnvöld þurfa að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna. 3.9.2009 05:30 Jafnvel rætt við umsækjendur Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, bræðir nú með sér hvort rætt verður við umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra. Nokkuð var kvartað yfir því að umsagnaraðilinn, þjóðleikhúsráð, hefði ekki tekið viðtal við umsækjendur. 3.9.2009 05:00 Fólk í greiðsluaðlögun ekki á vanskilaskrá Fyrirtækið Creditinfo hefur breytt skráningarferli sínu á þann veg að innköllun vegna nauðasamninga til greiðsluaðlögunar verður ekki lengur skráð á vanskilaskrá. 3.9.2009 05:00 Gengið á sjö stöðum Árleg styrktarganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, Göngum saman, verður haldin næsta sunnudag. Gengið verður á sjö stððum á landinu; Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og Vestmannaeyjum. Þáttaka kostar 3.000 krónur og renna göngugjöldin óskipt í styrktarsjóð félagsins. Öll vinna við undirbúning og framkvæmd er unnin af sjálfboðaliðum. 3.9.2009 04:30 Bensínafgreiðslumaður ærðist Lögreglumál „Hann var alveg viti sínu fjær,“ segir yfirmaður bensínafgreiðslumanns Olís í Norðlingaholti sem ærðist við störf í gær. Hann veittist að viðskiptavinum bensínstöðvarinnar og samstarfsmönnum sínum og var að lokum færður burt í járnum. 3.9.2009 04:15 Styrktu krabbameinssjúk börn Nokkrir ungir menn sem standa að baki vefsíðunni 24tindar.com afhentu í gær Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 109.000 krónur sem þeir söfnuðu í sumar. 3.9.2009 04:15 Atvinnulausum fjölgaði í ágúst Atvinnulausum fjölgaði í ágústmánuði. Er það í fyrsta sinn sem þeim fjölgar frá því í mars síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 3.9.2009 04:00 ESB og evra besti kosturinn að mati sérfræðinga OECD Stærð íslensku bankanna, lánveitingar til tengdra aðila og flókin eignatengsl gerðu þá veika fyrir í alþjóðlegri kreppu, segir sérfræðingur OECD. Halda þarf gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum enn um sinn. 3.9.2009 03:45 Ríkisstjórnin á að mótmæla íhlutun OECD í íslensk stjórnmál Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi blandað sér í íslensk stjórnmál með yfirlýsingum í dag þar sem þeir hvöttu til upptöku evru á grundvelli ESB-aðildar. Hafi þetta ekki verið gert í samráði við ríkisstjórnina á hún að mati Björns að mótmæla þessari íhlutun OECD í íslensk stjórnmál. 2.9.2009 23:30 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2.9.2009 21:30 Metuppskera hjá kartöflubændum í Hornafirði Kartöflubændur í Hornafirði hafa ástæðu til að brosa breitt þessa dagana þegar þeir taka upp úr kartöflugörðum sínum því uppskeran er afar góð, að fram kemur á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls sem er frétta og upplýsingavefur Hornafjarðar. 2.9.2009 22:05 Sjá næstu 50 fréttir
Ekið á níu ára stúlku Ekið var á gangandi vegfarendur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Níu ára stúlka varð fyrir bíl á Rauðalæk síðdegis og var hún flutt á slysadeild. 3.9.2009 16:08
Reyna að bæta skuldastöðu einyrkja Stjórnvöld kanna sérstaklega hvernig unnt er að bæta skuldastöðu einyrkja sem eiga í miklum greiðsluerfiðleikum. Margir þeirra hafa lagt allt undir, bæði atvinnurekstur og heimili. 3.9.2009 16:06
Grunaður yfirheyrður vegna vídeóleigubruna Maður hefur verið yfirheyrður vegna brunans í Laugarásvídjói síðustu helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, var maðurinn látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsóknin heldur áfram. 3.9.2009 15:30
Fleiri greinast með svínaflensu Alls hafa 168 greinst með svínaflensu (H1N1) vegna sýkingu á Íslandi sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Þar af eru 92 karlar og 76 konur. Í síðustu viku höfðu 162 greinst með flensuna. 3.9.2009 14:59
VG vilja einkavæða bílastæðahús borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti tillögu VG á fundi borgarráðs í dag um könnun á kostum þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hinsvegar fyrirvara við málið og sátu hjá. 3.9.2009 14:43
Ásættanleg niðurstaða fyrir borgina Niðurstaðan eftir rúmlega hálfs árs söluferli Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er góð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og eigendur hennar, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Borgarfulltrúar meirihlutans styðja söluna. 3.9.2009 14:21
Lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi HS Orku Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi söluna á HS Orku á fundi borgarráðs í dag. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir málið yfirgripsmikið og því hafi minnihlutaflokkarnir lagt fram fyrirspurnirnar. 3.9.2009 13:49
Blása til mótmælatónleika vegna Ingólfstorgs og Nasa Áhugahópur um björgun Ingólfstorgs hefur blásið til baráttutónleika sem verða haldnir á torginu á laugardaginn. 3.9.2009 13:10
Borgarráð frestar afgreiðslu á sölu HS orku Borgarráð Reykjavíkur hefur að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu ákveðið að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. 3.9.2009 12:58
Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3.9.2009 12:28
Ísafjarðarleiðin að styttast um 72 kílómetra Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflann á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. 3.9.2009 12:09
Viðbrögð Hollendinga og Breta kynnt fjárlaganefnd Viðbrögð Hollendinga og Breta við fyrirvörum við Icesave ríkisábyrgðina verða kynnt fjárlaganefnd á fundi sem hefst nú á hádegi. 3.9.2009 11:59
Ekki mútugreiðslur „Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða. 3.9.2009 11:28
Fórnalömbin samúðarfull með starfsmanni á plani „Við finnum til með manninum. Hann þarf greinilega á hjálpa að halda,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir en hún ásamt manni sínum, Raymond McQueen og vinafólki ætluðu að taka bensín á Olís í Norðlingaholti í gærdag. 3.9.2009 11:25
Tjá sig ekki um hugmyndir um skattahækkanir á álfyrirtæki „Við tjáum okkur ekki um þetta mál nema við fáum um það formlegt erindi frá stjórnvöldum,“ segir Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Íslandi sem rekur álverið á Reyðarfirði, aðspurð um yfirlýsingar varaformanns fjárlaganefndar Alþingis sem vill að hærri skattur verði lagður á álfyrirtæki. 3.9.2009 11:20
Guðbjörg Jóhannesdóttir nýr prestur í Hafnarfirði Guðbjörg Jóhannesdóttir hefur verið valin prestur í Hafnarfjarðarprestakalli en embættið veitist frá 1.október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu. 3.9.2009 11:09
Segir Rúv hafa sýnt sér vanvirðingu og ruddalega framkomu Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri ætlar í meiðyrðarmál við Rúv vegna ummæla sem látin voru falla í hádegisfréttum útvarpsins á mánudagsmorgun. Þar var því haldið fram að Ólafur hefði látið leggja fé inn á sinn eigin reikning en ekki til Frjálslyndaflokksins. Ólafur segir að með þeim ummælum hefði Rúv verið að þjófkenna sig. 3.9.2009 10:40
Stálu barnavagni og heimabíói Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í 30 og 60 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela meðal annars barnavagni að andvirði 129 þúsund króna. 3.9.2009 10:29
Vilja stýra Borgarahreyfingunni Hópur fólks hefur tilkynnt um framboð í stjórn Borgarahreyfingarinnar en landsfundur hreyfingarinnar fer fram laugardaginn 12. september. Í hópnum eru meðal annars Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður, og Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn af stofnendum hreyfingarinnar. 3.9.2009 09:56
Ögmundur: Skýrslan slær öll met í yfirlæti Heilbrigðisráðherra segir nýja skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) slá met í yfirlæti. Hann segir skýrslur stofnunnar unnar af einstaklingum sem upp til hópa aðhyllast hægri sinnaða markaðshyggju. Ráðherrann spyr hver greiði fyrir skýrsluna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir einnig skýrsluna. 3.9.2009 09:11
Slasaðist í álveri Kalla þurfti út menn fjá Björgunarfélagi Akraness til að ná niður manni sem hafði slasast uppi á 12 metra háu sílói í álverinu á Grundartanga í gær. Björgunarmennirnir bjuggu um hann í börum og létu hann svo síga niður, þar sem sjúkraflutningamenn tóku við honum og fluttu hann á sjúkrahúsið á Akranesi. Maðurinn mun ekki hafa slasast alvarlega. 3.9.2009 07:30
Fiskitorfa af óþekktri tegund Skipstjóri á síldveiðiskipi, sem var á leið til Vestmannaeyja í nótt, lóðaði á stóra fiskitorfu austur af Vestmannaeyjum. 3.9.2009 07:25
Bátur rann af vagni Ekki vildi betur til en svo, þegar menn voru að sjósetja bát á Kjalarnesi í gærkvöldi, að hann rann svo hressilega af vagninum að þeir misstu tök á honum og hann tók að reka á haf út. 3.9.2009 07:21
Hafnaði næstum í ánni Minnstu munaði að bíll færi út af Elliðaárbrúnni í Reykjavík og hafnaði ofan í ánni, þegar ökumaður missti stjórn á honum í gærkvöldi og bíllinn lenti á handriði, sem var um það bil að gefa sig þegar bíllinn nam staðar. 3.9.2009 07:18
Kartöfluuppskera framar vonum Kartöfluuppskera í Hornafirði er nú meiri en bændur muna til að hún hafi nokkurn tímann verið, að því er fram kemur á vef Hornafjarðar. 3.9.2009 07:08
Þjófar staðnir að verki í 10-11 Tveir unglingspiltar voru staðnir að búðahnupli í verslun 10-11 í Glæsibæ í nótt. Þegar starfsmaður sá til þeirra lögðu þeir á flótta og sluppu en skildu þýfið eftir. 3.9.2009 07:04
Yfir 2.000 fyrirtæki hafa verið stofnuð frá hruninu Ekkert lát er á stofnun nýrra fyrirtækja þrátt fyrir ískyggilega stöðu í efnahagslífinu. Forsvarsmenn atvinnulífsins telja sjálfsbjargarviðleitni atvinnurekenda og viðbrögð við atvinnumissi búa að baki. 3.9.2009 06:30
Óeirðadeildin fullmönnuð Flestir þeir lögreglumenn sem ákváðu að ganga úr óeirðadeild lögreglu í síðasta mánuði hafa nú gengið til liðs við hópinn á ný. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu lögreglumennirnir sig hafa komið óánægju sinni á framfæri með því að hætta í mannfjöldastjórnunarhópi lögreglu, svokallaðri óeirðadeild. Því myndi ekkert frekar vinnast með því að halda sig utan við hópinn áfram. 3.9.2009 06:30
Ólga í Framsókn vegna Magma-sölu Bakland Framsóknarflokksins í Reykjavík virðist missátt við að Orkuveitan hafi gengið að kauptilboði Magma Energy. Formaður borgarráðs segir að þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki breyti ekki niðurstöðu málsins. 3.9.2009 06:15
Lést í vinnuslysi í Árbæ Karlmaðurinn sem féll af húsþaki við vinnu sína í Árbæjarhverfi var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild á sjötta tímanum á þriðjudag. Maðurinn hét Gísli Ágústsson og var á fimmtugsaldri. Hann var til heimilis að Vagnhöfða 7 í Reykjavík. Gísli lætur eftir sig tvö börn. 3.9.2009 06:00
Árni Helgason formaður Heimdallar Árni Helgason lögfræðingur var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á fjölmennum aðalfundi félagsins sem fram fór í Valhöll í kvöld. Ellefu manna hópur sem bauð sig fram með Árna til stjórnar Heimdallar náði einnig kjöri. 3.9.2009 06:00
Tvö þúsund félög hunsa skattstjóra Ríkisskattstjóri undirbýr aðgerðir gegn hlutafélögum sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2007. Sektin er 250.000 krónur. Hann skortir úrræði til að bregðast harðar við málum og hefur nefnt það við fjármálaráðuneytið. 3.9.2009 06:00
Ætlar í mál við Ríkisútvarpið Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings af deilum hans við Frjálslynda flokkinn um fjárframlög frá Reykjavíkurborg. Ólafur kvaddi sér hljóðs á borgarstjórnarfundi á þriðjudag og kynnti þessi áform sín. 3.9.2009 05:45
Prentlög og útvarpslög verða samræmd Unnið er að endurskoðun fjölmiðlafrumvarps í menntamálaráðuneytinu. Frumvarp verður jafnvel lagt fyrir Alþingi í haust. Löggjöf allra fjölmiðla verður samrýmd og tekið á eignarhaldi. Sérstaklega verður hugað að netinu. 3.9.2009 05:30
Níu af tíu segja ekki nóg gert Ríflega 91 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem unnin var af Capacent Gallup fyrir ASÍ telur stjórnvöld þurfa að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna. 3.9.2009 05:30
Jafnvel rætt við umsækjendur Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, bræðir nú með sér hvort rætt verður við umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra. Nokkuð var kvartað yfir því að umsagnaraðilinn, þjóðleikhúsráð, hefði ekki tekið viðtal við umsækjendur. 3.9.2009 05:00
Fólk í greiðsluaðlögun ekki á vanskilaskrá Fyrirtækið Creditinfo hefur breytt skráningarferli sínu á þann veg að innköllun vegna nauðasamninga til greiðsluaðlögunar verður ekki lengur skráð á vanskilaskrá. 3.9.2009 05:00
Gengið á sjö stöðum Árleg styrktarganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, Göngum saman, verður haldin næsta sunnudag. Gengið verður á sjö stððum á landinu; Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og Vestmannaeyjum. Þáttaka kostar 3.000 krónur og renna göngugjöldin óskipt í styrktarsjóð félagsins. Öll vinna við undirbúning og framkvæmd er unnin af sjálfboðaliðum. 3.9.2009 04:30
Bensínafgreiðslumaður ærðist Lögreglumál „Hann var alveg viti sínu fjær,“ segir yfirmaður bensínafgreiðslumanns Olís í Norðlingaholti sem ærðist við störf í gær. Hann veittist að viðskiptavinum bensínstöðvarinnar og samstarfsmönnum sínum og var að lokum færður burt í járnum. 3.9.2009 04:15
Styrktu krabbameinssjúk börn Nokkrir ungir menn sem standa að baki vefsíðunni 24tindar.com afhentu í gær Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 109.000 krónur sem þeir söfnuðu í sumar. 3.9.2009 04:15
Atvinnulausum fjölgaði í ágúst Atvinnulausum fjölgaði í ágústmánuði. Er það í fyrsta sinn sem þeim fjölgar frá því í mars síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 3.9.2009 04:00
ESB og evra besti kosturinn að mati sérfræðinga OECD Stærð íslensku bankanna, lánveitingar til tengdra aðila og flókin eignatengsl gerðu þá veika fyrir í alþjóðlegri kreppu, segir sérfræðingur OECD. Halda þarf gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum enn um sinn. 3.9.2009 03:45
Ríkisstjórnin á að mótmæla íhlutun OECD í íslensk stjórnmál Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi blandað sér í íslensk stjórnmál með yfirlýsingum í dag þar sem þeir hvöttu til upptöku evru á grundvelli ESB-aðildar. Hafi þetta ekki verið gert í samráði við ríkisstjórnina á hún að mati Björns að mótmæla þessari íhlutun OECD í íslensk stjórnmál. 2.9.2009 23:30
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2.9.2009 21:30
Metuppskera hjá kartöflubændum í Hornafirði Kartöflubændur í Hornafirði hafa ástæðu til að brosa breitt þessa dagana þegar þeir taka upp úr kartöflugörðum sínum því uppskeran er afar góð, að fram kemur á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls sem er frétta og upplýsingavefur Hornafjarðar. 2.9.2009 22:05