Innlent

Viðbrögð Hollendinga og Breta kynnt fjárlaganefnd

Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar.
Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar.
Viðbrögð Hollendinga og Breta við fyrirvörum við Icesave ríkisábyrgðina verða kynnt fjárlaganefnd á fundi sem hefst nú á hádegi.

Fundur í fjárlaganefnd Alþingis var óvænt settur á dagskrá í morgun. Fundurinn er að hefjast í þessum orðum töluðum, en þar stendur til að kynna viðbrögð Hollendinga og Breta við fyrirvörunum sem Alþingi samþykkti að setja við ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun gera ráð fyrir því að embættismenn sæju um kynninguna. Þetta væru fyrstu viðbrögð en ekki endanleg svör.

Fréttastofa hefur ekki komist nær um þessi fyrstu viðbrögð, en talsmaður breska fjármálaráðuneytisins sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu, að eins og við væri að búast myndu bretar líta mjög vandlega á alla fyrirvara til að tryggja, að þeir þættu sanngjarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×