Tvö þúsund félög hunsa skattstjóra 3. september 2009 06:00 Skúli Eggert Þórðarson Ríkisskattstjóri hefur sektað á þriðja hundrað hlutafélaga fyrir að skila ekki ársreikningum fyrir árið 2006. Nú er verið að undirbúa aðgerðir gegn nærri tvö þúsund félögum sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir 2007. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að nú verði farið í að senda félögunum fyrsta áminningarbréfið vegna reikninga síðasta árs. Að líkindum verði því öllu færri sem komi til með að verða sektaðir á endanum fyrir það árið. Ársreikningaskrá fékk í fyrsta sinn í fyrra heimildir til að beita sektarúrræðum gegn fyrirtækjum sem ekki skila reikningum sínum. Ríkisskattstjóri segir þetta ekki duga til. „Vandamálið er að menn virða ekki þessa skyldu. Besta úrræðið væri að taka félögin af skrá, það myndi hreyfa við fólki," segir hann. Ríkisskattstjóri þarf að senda nokkur áminningarbréf og að lokum sektarboð, áður en menn „kippast við og skila reikningum. Svo vilja þeir fá sektina niðurfellda," segir Skúli. En væru félögin tekin af skrá fyrir trassaskapinn þýddi það að þau yrðu rekin á ábyrgð eigandans. Þau bæru því ekki „takmarkaða ábyrgð" heldur yrði eigandinn sjálfur gjaldþrota, ef illa fer. Ríkisskattstjóri hefur, óformlega, bent fjármálaráðuneytinu á að þessi úrræði skorti og vakið athygli á þessu í ræðu á þessu ári. Greint var frá því í blaðinu á þriðjudag að Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, ræddi þennan vanda. Hermann telur atvinnurekendur eiga að sinna þessari skyldu sinni. Að öðrum kosti skuli yfirvöld leysa upp slík félög. „Ég er sammála honum um þetta. Það er brýnt að Ársreikningaskrá hafi heimild til að afskrá félagið, leysa það upp sem hlutafélag. Eins og stendur getur Ársreikningaskrá sektað félag um 250.000 krónur fyrir að skila ekki eitt árið. Dugi þetta ekki til fer sektin í 500.000, árið eftir. Þessar fjárhæðir breyta litlu, séu menn staðráðnir í að skila ekki upplýsingunum," segir Skúli. klemens@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur sektað á þriðja hundrað hlutafélaga fyrir að skila ekki ársreikningum fyrir árið 2006. Nú er verið að undirbúa aðgerðir gegn nærri tvö þúsund félögum sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir 2007. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að nú verði farið í að senda félögunum fyrsta áminningarbréfið vegna reikninga síðasta árs. Að líkindum verði því öllu færri sem komi til með að verða sektaðir á endanum fyrir það árið. Ársreikningaskrá fékk í fyrsta sinn í fyrra heimildir til að beita sektarúrræðum gegn fyrirtækjum sem ekki skila reikningum sínum. Ríkisskattstjóri segir þetta ekki duga til. „Vandamálið er að menn virða ekki þessa skyldu. Besta úrræðið væri að taka félögin af skrá, það myndi hreyfa við fólki," segir hann. Ríkisskattstjóri þarf að senda nokkur áminningarbréf og að lokum sektarboð, áður en menn „kippast við og skila reikningum. Svo vilja þeir fá sektina niðurfellda," segir Skúli. En væru félögin tekin af skrá fyrir trassaskapinn þýddi það að þau yrðu rekin á ábyrgð eigandans. Þau bæru því ekki „takmarkaða ábyrgð" heldur yrði eigandinn sjálfur gjaldþrota, ef illa fer. Ríkisskattstjóri hefur, óformlega, bent fjármálaráðuneytinu á að þessi úrræði skorti og vakið athygli á þessu í ræðu á þessu ári. Greint var frá því í blaðinu á þriðjudag að Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, ræddi þennan vanda. Hermann telur atvinnurekendur eiga að sinna þessari skyldu sinni. Að öðrum kosti skuli yfirvöld leysa upp slík félög. „Ég er sammála honum um þetta. Það er brýnt að Ársreikningaskrá hafi heimild til að afskrá félagið, leysa það upp sem hlutafélag. Eins og stendur getur Ársreikningaskrá sektað félag um 250.000 krónur fyrir að skila ekki eitt árið. Dugi þetta ekki til fer sektin í 500.000, árið eftir. Þessar fjárhæðir breyta litlu, séu menn staðráðnir í að skila ekki upplýsingunum," segir Skúli. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira