Fleiri fréttir

Íbúðalánasjóður herðir öryggisreglur

Frá og með mánudeginum 21. september næstkomandi þurfa viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að auðkenna sig með veflykli RSK eða rafrænum skilríkjum til að gera greiðslumat og sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði.

Kannabis á Kjalarnesi og í Kópavogi

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 50 kannabisplöntur að því er segir í tilkynningu frá lögrelgu en einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni.

Ríkisráð kemur saman á morgun

Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan ellefu. Um er að ræða hefðbundin ríkisráðsfund en þeir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti.

Einn á spítala vegna svínaflensu

Þann 6. september höfðu alls höfðu 193 einstaklingar greinst með inflúensu A(H1N1)v, þekkt sem svínaflensa, hér á landi samkvæmt veirufræðideild Landspítalans.

Fosshótel hætta að rukka sjúklinga fyrir gistingu

Fosshótel hafa tekið þá ákvörðun að láta af beinni innheimtu gjalda af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli vegna álits Umboðsmanns Alþingis sem birt var í gær.

Yfirlýsingar að vænta frá þríeykinu

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa fundað í allan dag um framtíð sína innan stjórnmálahreyfingarinnar. Formaðurinn er bjartsýnn á að þeir muni starfa áfram fyrir hreyfinguna. Von er á yfirlýsingu frá þríeykinu síðar í dag.

Fimm smyglarar handteknir á einni viku

Fimm meintir fíkniefnasmyglarar hafa verið stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli á einni viku. Allir eru þeir í haldi lögreglunnar en búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim öllum.

Leggja væntanlega til framhaldsrannsókn á bankahruninu

Rannsóknarnefnd Alþingis skilar niðurstöðum sínum um bankahrunið eftir nokkrar vikur. Í byrjun næsta mánaðar fær nefndin skýra mynd af stöðu mála og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um endanleg skil. Þá verður ár fá því að bankarnir féllu. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, telur ekki ólíklegt að gerðar verði tillögur um framhaldsrannsókn á einstökum þáttum bankahrunsins.

Eyðilögðu golfvöll á golfbíl

Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir eignaspjöll þegar þeir keyrðu golfbíl á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi ytra í júlí á síðasta ári. Samkvæmt ákæruskjali þá óku þeir golfbílnum með þeim afleiðingum að þeir brutu fimm golfstangir við flatir auk þess sem þeir skemmdu sandgryfjur og fleira.

AGS: Steingrímur heldur enn í vonina

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vonbrigði ef endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi verði ekki tekin til endurskoðunar í þessum mánuði. Sjóðurinn hefur tengt endurskoðunina lausn Icesavedeilunnar, en forsætisráðherrar Hollands og Bretlands hafa enn ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur vegna málsins.

Skatttekjur borgarinnar dragast saman um milljarða

Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir skatttekjur lækki um rúmlega 6% eða tæplega 2,5 milljarða króna, fjármagnstekjur lækki um 1,3 milljarða og velferðarútgjöld aukist um tæplega 2 milljarða króna. Reynt verður að forgangsraða í þágu grunnþjónustu, barna og velferðar.

Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla

Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla.

Geir Haarde í skandinavískum spjallþætti

Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður á meðal gesta í hinum geysivinsæla spjallþætti Skavlan sem sýndur samtímis í sænsku og norsku ríkisstöðvunum. Þátturinn fer í loftið á morgun klukkan sjö að íslenskum tíma og geta áskrifendur Fjölvarpsins horft á þáttinn á SVT 1 eða NRK 1.

Símasvindl frá Túnis: Hringdi 300 sinnum í íslenska konu

„Ég er með þrjúhundruð missed calls,“ segir kona sem virðist hafa lent í svikahröppum frá Túnis en þeir hringja linnulaust í farsíma hennar. Í fyrstu svaraði hún en þá talaði maðurinn á línunni enga ensku. Eftir nokkurt þóf áttaði konan sig á því að hann talaði hrafl í frönsku, en sjálf talar hún tungumálið.

Samið um launahækkun starfsmanna HS Orku

Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar hafa undirritað og samþykkt nýjan kjarasamning við HS Orku hf.

Grunaður um að taka upplýsingar frá RSK án leyfis

Grunur leikur á að forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf., sem ætlaði að fara að birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, hafi tekið með sér í heimildarleysi ýmsar upplýsingar þegar hann hætti störfum hjá ríkisskattstjóra.

Reynt að hífa Skátann GK upp

Reynt verður í dag að hífa upp fiskibátinn Skátann GK sem sökk við bryggjuna við Daníelsslipp á Akranesi í gær.

Kannabisplöntur í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nokkrar marijuanaplöntur í ræktun í Mosfellsbæ í gær og lagði hald á þær.

Féll fimm metra niður á steingólf

Karlmaður slasaðist mjög alvarlega þegar hann féll hátt í fimm metra niður á steingólf í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal í gær.

Framlögin yndislegt bænasvar

Kröftug viðbrögð landsmanna í kjölfar neyðarkalls ABC barnahjálpar hafa orðið til þess að hægt verður að fjármagna starfsemi barnaheimilis í Keníu næstu mánuði, segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar. Alls söfnuðust tæplega fjórar milljónir króna inn á reikning ABC, og hefur obbi þeirrar upphæðar farið í að greiða skuldir sem höfðu safnast upp og greiða rekstur mánaðarins, segir Guðrún.

Fjórar nýjar ráðherranefndir

Fjórar ráðherranefndir munu starfa innan forsætisráðuneytisins eftir endurskipulagningu innan stjórnkerfisins sem nú stendur yfir. Stofnaðar verða ráðherranefndir um efnahagsmál og ríkisfjármál til viðbótar við ráðherranefndir um Evrópu- og jafnréttismál sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.

Lætur pólsku lögregluna vita

Vararæðismaður Póllands bíður nú eftir að fá lista frá íslensku lögreglunni með nöfnum pólsku mannanna sem hafa verið handteknir á síðustu vikum á Íslandi. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot á og í kringum höfuðborgarsvæðið.

Óttast fjárhagsvanda hjá seðlabankafólki

Seðlabankinn segir að verði laun yfirmanna lækkuð niður fyrir laun ráðherra og sú lækkun látin ganga niður launastigann geti starfsmenn fjármálastofnana ríkisins lent í fjárhagserfiðleikum með óheppilegum afleiðingum.

Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi

Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum.

Ræða lán og styrki frá ESB

Íslenskir embættismenn eiga í viðræðum við Evrópusambandið um efnahagslegan stuðning sambandsins við Ísland. Frumkvæðið kom frá ESB í október, skömmu eftir bankahrunið.

Á Grundarfirði en ekki á Kýpur

Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor.

Heilsusjúkrahús á Ásbrú: Óska eftir 2 milljónum evra

Stofnað hefur verið félagið Iceland Health sem mun bjóða upp á sérhæfða heilbrigðisþjónustu og heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi fyrir fólk frá öðrum löndum. Starfsemin verður í húsnæði á Ásbrú sem áður hýsti spítala Varnarliðsins á Keflavíkurvelli og nálægum byggingum.

„Við skríðum ekki heim og leggjumst undir sæng"

„Menn mega kalla þetta hvað sem þeir vilja, svona er veruleikinn í dag og það er ekkert leyndarmál," segir Björn Þorri Viktorsson lögmaður og fasteignasali sem sagður var stunda kennitöluflakk í kvöldfréttum Rúv. Björn Þorri rekur tvær lögmannstofur og tvær fasteignasölur við annan mann. Nýlega var skipt um kennitölur á þessum fyrirtækjum sem skulda umtalsvert fé.

Ólétt kona með amfetamín í niðursuðudósum

Síðastliðið laugardagskvöld stöðvaði tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar konu við komu frá Kaupmannahöfn. Konan, sem er um þrítugt frá Litháen, reyndist vera með um 850 grömm af ætluðu amfetamíni í niðursuðudósum. Konan, sem er barnshafandi, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25.september.

Segir starfsleyfi frá Persónuvernd hafa skort

Ríkisskattstjóri segir að IT Ráðgjafar og hugbúnaðarþjónusta hafi ekki haft starfsleyfi frá Persónuvernd þegar samningur var gerður um miðlun upplýsinga úr hlutafélagaskrá. Samningurinn var gerður í trausti þess að slíkt leyfi lægi fyrir áður en niðurhal og notkun upplýsinga hæfist. Þegar í ljós kom að svo var ekki var lokað fyrir aðgang hlutaðeigandi.

Ríkisstjórnin vill eitthvað annað en álver á Bakka

Tveimur vikum áður en viljayfirlýsing um álver við Húsavík rennur út kveðst ríkisstjórnin ætla að horfa til fleiri kosta. Sveitarstjórn Norðurþings bókaði hins vegar í gærkvöldi að aðrir raunhæfir kostir hefðu ekki litið dagsins ljós og vill framlengja verkefnið með Alcoa.

Samningar að nást um raforkusölu frá Búðarhálsi

Gengið verður frá samningum um sölu raforku Búðarhálsvirkjunar til álversins í Straumsvík á næstu dögum. Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að virkjanaframkvæmdir fari á fullt næsta sumar en segir að menn verði að vera opnir fyrir öllum möguleikum til fjármögnunar.

Íslenski svikahrappurinn í Svíþjóð var með handrukkara á hælunum

Íslenskur maður á fimmtugsaldri er talinn hafa staðið fyrir umfangsmiklum pýramídasvindli í Svíþjóð. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Svikaslóð mannsins teygir sig mörg ár aftur í tímann og til margra landa.

Margfalt fleiri kannabisverksmiðjur upprættar

Lögreglan hefur upprætt margfalt fleiri kannabisverksmiðjur í ár en mörg ár á undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkislögrelgustjóra hefur lögreglan lagt hald á 9544 kannabisplöntur það sem af er árinu 2009. Allt árið í fyrra var lagt hald á 893 plöntur. Að meðaltali lagði lögreglan hald á um 1240 kannabisplöntur á árunum 2002 - 2007.

Traust á Jóhönnu hefur snarminnkað á hálfu ári

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon nýtur mests trausts hjá Íslendingum samkvæmt nýrri könnun frá MMR en hann mældist með 37,7 %. Næst kemur Jóhanna Sigurðardóttir með 36% en athygli vekur að 58,5% prósent Íslendinga sögðust bera mikið traust til hennar í febrúar síðastliðnum. Því er ljóst að traust á henni hefur snarminnkað eða um 22 prósent á hálfu ári.

Múslimskt bænaherbergi vekur athygli í Tyrklandi

Háskóli Íslands hefur opnað bænaherbergi þannig að múslimar í Háskólanum geta beðið yfir daginn. Það voru nemar í finnsku sem óskuðu eftir formlega eftir því að slíkt herbergi væri til taks fyrir múslima. Það var svo samþykkt af yfirstjórn skólans.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst 27. október

Tveimur helgum verður bætt við rjúpnaveiðitímabilið í ár en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá. Því verða veiðidagar átján eins og í fyrra. Nú verður veiði heimil á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og tímabilið hefst frá og með 27. október og stendur til og með 6. desember, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra.

Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu

Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir.

Slasaðist í sturtuklefa

Sjúkrabílar voru kallaðir að Laugardalslaug fyrr í dag en kona mun hafa hrasað í sturtuklefanum og dottið.

Sóley staðin að ólöglegum veiðum

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif stóð í gær togbátinn Sóleyju SH-124 að meintum ólöglegum togveiðum undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar.

30 tonna trébátur sökk í morgun

Tæplega 30 tonna trébátur, Skátinn GK 82, sökk við slippsbryggjuna á Akranesi á tíunda tímanum í morgun en báturinn hafði legið við bryggjuna í um viku.

Sjá næstu 50 fréttir