Innlent

Bílabruni við Lyngháls

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Slökkvilið að störfum. Mynd úr safni
Slökkvilið að störfum. Mynd úr safni Mynd/Anton Brink

Eldur kviknaði í gömlum, númerslausum bíl á bílaplani við Lyngháls 11 rétt fyrir klukkan tvö í dag. Áhyggjur voru uppi um að eldurinn myndi teygja sig í nærstadda bíla. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk þó hratt og vel að slökkva eldinn og ekkert frekara tjón varð af eldinum. Ekki liggja nánari upplýsingar fyrir um upptök eldsins eða málavöxtu að svo stöddu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×