Innlent

Bongóblíða um helgina

Sigurður Þ. Ragnarsson segist búast við góðu veðri um helgina. Mynd/ Vilhelm.
Sigurður Þ. Ragnarsson segist búast við góðu veðri um helgina. Mynd/ Vilhelm.
Það eru einstaklega hagstæðar veðurhorfur á landinu um helgina segir Sigurðar Þ Ragnarssonar veðurfræðingur 365 miðla.

„Það verður hægviðrasamt og víðast léttskýjað þó hætt sé við skýjabökkum norðan til á Vestfjörðum í og við suðaustur- og austurströndina á morgun" segir Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki skemmi fyrir að eindregin hlýindi verði lengst af um helgina og að hitinn verði á bilinu 14 til 23 stig, hlýjast í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. „Hreinlega meiriháttar" segir Sigurður. Hann gerir ráð fyrir að á sunnudag kólni nokkuð á norðaustur og austurlandi með skýjuðu veðri en þá verði Spánarveður á Vesturlandi og raunar víðar.

Sigurður segir að víða verði gott ferðaveður. „Ef ég ætti að ráðleggja ferðalöngum eitthvað má kannski segja að víðast hvar verði þetta bara í fínasta lagi, sérstaklega til landsins, en vilji menn njóta veðurblíðu helgina á enda er Vesturlandið vænlegast þar sem þar verður hlýjast en einnig sýnu bjartast en einnig horfir vel fyrir uppsveitir Suðurlands en þó gera sumar spár ráð fyrir nokkuð skýjuðu veðri þar á sunnudag" segir Sigurður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×