Innlent

Tekið verður markvisst á kynjamisvægi í ríkisstofnunum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Mynd/Anton Brink
„Þetta er náttúrulega óæskilegt misvægi," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, um hið mikla kynjamisvægi meðal stjórnenda ríkisstofnana. Eins og fram kom á Vísi í gær er sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum.

„Það er erfitt við þetta að eiga fyrr en stöðurnar losna. Þetta undirstrikar þó mikilvægi þess að menn taki á þessu með skilvirkum hætti þegar að því kemur," segir Árni Páll. Hann á von á að það verði gert markvisst í tíð þessarar ríkisstjórnar.

„Þessi samantekt er mjög holl og góð og sýnir okkur að það er full ástæða til halda vel á spöðunum," segir Árni að lokum.

Það skal þó tekið fram að félagsmálaráðuneytið kom best út í samantektinni, þar sem átta stofnunum á vegum ráðuneytisins er stjórnað af körlum, en sjö af konum.


Tengdar fréttir

Finnst ójafnt kynjahlutfall sláandi

„Þetta eru sláandi tölur þegar maður sér þær svona á blaði," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um kynjahlutfall forstjóra ríkisstofnana.

Sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum

Meira en tvöfalt fleiri karlar en konur veita opinberum stofnunum forstöðu undir ellefu ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur komið fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×