Innlent

Bæjarstjórinn í Grindavík: Óróleikinn auðvitað slæmur

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík. Myndin er fengin af vef bæjarfélagsins.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík. Myndin er fengin af vef bæjarfélagsins.
„Óróleikinn er auðvitað afar slæmur og það er ekki síst íbúanna og byggðarinnar vegna," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, um stöðu mála í bæjarfélaginu en mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarið ár.

Síðasta sumar slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vegna málefnaágreinings og í framhaldinu myndaði Samfylkingin nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum. Í vor hrikti í stoðum meirihlutasamstarfsins þegar tekist var á um mannaráðningar í bæjarfélaginu og fyrir skömmu gengu bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins og annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Þar með var „meirihlutinn" ekki lengur með meirihluta í bæjarstjórninni.

Fyrir helgi undirrituðu bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks samkomulag sem felur í sér að fulltrúar Vinstri grænna verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið.

„Ég ætla svo sannarlega að vona að svo verði," segir Jóna Kristín aðspurð hvort að meirihlutinn muni starfa út kjörtímabilið. Mörg brýn mál bíði úrlausnar.

„Það er líf og kraftur í bæjarfélaginu og atvinnulífið snýst á fullri ferð," segir bæjarstjórinn sem er bjartsýnn á framtíð bæjarfélagsins. „Í Grindavík er gott og fjölskylduvænt samfélag," segir Jóna Kristín.


Tengdar fréttir

VG ver minnihlutastjórnina í Grindavík

Bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Grindavík hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að fulltrúar VG verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið. Þar með er þeirri óvissu sem skapaðist þegar að annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar gekk í VG lokið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×