Innlent

Ráðherrarnir komu með einkaþotum til Egilsstaða

Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna er hafinn á Egilsstöðum. Það var um þrjúleytið sem einkaþotur ráðherranna lentu hver af annarri á Egilsstaðaflugvelli frá hinum Norðurlöndunum en áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir komið með áætlunarflugi til Austurlands. Forsætisráðherrarnir ræða meðal annars um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Þetta er reglubundinn samráðsfundur ráðherranna en Íslendingar gegna nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir stýrir fundinum en auk hennar eru mættir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Matti Van-han-en, forsætisráðherra Finnlands.

Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastóri Norrænu ráðherranefndarinnar, situr einnig fundinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun en að þeim fundi loknum ætla ráðherrarnir í stutta skoðunarferð um Fljótsdalshérað áður en þeir halda af landi brott síðdegis.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×