Miðjumenn segjast beittir rangfærslum 3. apríl 2009 05:30 Breytingar urðu á áformum um skipulag miðbæjarins á Selfossi og hefur sveitarfélagið ekki getað afhent umsaminn byggingarrétt á svæðinu.Fréttablaðið/E. Ól. „Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira