Innlent

Fréttablaðið eykur forskot sitt á Morgunblaðið

Lestur á Fréttablaðinu jókst um 3,06% á tímabilinu ágúst-október ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Hann var 62,1% í fyrra en 64,0% á þessu tímabili í ár. Á sama tíma dróst lestur á Morgunblaðinu saman um 6,50%, fór úr 43,1% í 40,3%. Þessar tölur miðast við aldurshópinn 12-80 ára.

Ef miðað er við aldurshópinn 18-49 ára eykst lestur Fréttablaðsins um 4,35%, fór úr 62,1% í 64,8%, en lestur á Morgunblaðinu dróst saman um 12,91%, fór úr 36,4% í 31,7%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×