Innlent

Grafa keyrði á fólksbíl

Draga þurfti bílinn af vettvangi með dráttarbíl.
Draga þurfti bílinn af vettvangi með dráttarbíl. MYND/BJÖRN Á. MAGNÚSSON

Nokkuð harður árekstur varð á mótum Grænásvegar og Reykjanesbrautar í Reykjanesbæ um sex leytið í kvöld. Þar kom grafa akandi Reykjanesbraut og keyrði á fólksbílinn sem var að fara yfir gatnamót, með þeim afleiðingum að skófla sem var framan á gröfunni fór inn í hlið bílsins.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur af vettvangi með sjúkrabifreið og hlaut hann áverka á hálsi og fæti.

Bifreiðin var síðan flutt af vettvangi með dráttarbíl að sögn lögreglunnar á suðurnesjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×