Innlent

Þjóðadagur á Húsavík

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn þjóðadagur í bæjarfélaginu laugardaginn 15. nóvember.

,,Í sveitarfélaginu Norðurþingi og nágrenni eru mjög margir íbúar sem koma frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Á þessum fyrsta þjóðadegi sem Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands stendur fyrir hyggst meira en tugur manns frá hinum ýmsu löndum kynna menningu, siði og tónlist sinna þjóða.

Þjóðadagurinn verður haldinn í sal Borgarhólsskóla og hefst dagskrá klukkan 14.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×