Innlent

Forvarnardagur forsetans í boði Actavis

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

Forvarnardagurinn verður haldinn á morgun 6. nóvember að frumkvæði forseta Íslands. Dagskrá forvarnardagsins verður haldin meðal 9. bekkinga í flestum grunnskólum landsins í þriðja skiptið í ár og vekur verðskuldaða athygli fjölmiðla.

Þetta kemur fram í tilkynningu um forvarnardaginn. Þeir sem standa að deginum eru ÍSÍ, UMFÍ, skátahreyfingin og samband íslenskra sveitarfélaga og fara fulltrúar þeirra í heimsóknir í skólana ásamt þeim sem láta sig forvarnarstarf ungmenna varða.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heimsækir Húsaskóla og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mætir í Réttarholtsskóla.

Skátahöfðingi Margrét Tómasdóttir heimsækir Digranesskóla, Formaður UMFÍ Helga Guðjónsdóttir verður í Grunnskólanum í Hveragerði.

„Dagskráin innan skólanna er byggð á þeim þremur heilræðum samveru, þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og seinkun þess að hefja áfengisneyslu sem rannsóknir hafa sýnt fram á að dugi best sem forvarnir gegn fíkniefnum. Eftir að hafa horft á skemmtilegt og fræðandi myndband um heilræðin er nemendum skipt í umræðuhópa og svara því hvað þau skiptir mestu máli þegar kemur að þessum þremur heilræðum. Úr þessum niðurstöðum er unnin skýrslan „þetta vilja þau" sem er nýtt til frekari stefnumótunar fyrir ungmenni. Einnig er ratleikur á heimasíðunni www.forvarnardagurinn.is fyrir 9.bekkinga. Forvarnardagurinn er styrktur af lyfjafyrirtækinu Actavis."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×