Innlent

Lýst eftir tveimur stúlkum úr Sandgerði

Lögreglan á Suðuresjum lýsir eftir tveimur 14 ára stúlkum, Natalíu Rós Jósepsdóttur, til heimilis að Norðurgötu 25 í Sandgerði, og Sigurbjörgu Júlíu Stefánsdóttur, til heimilis að Bogabraut 10 í sama bæ.

Natalía er 168 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún er dökkhærð með liðað sítt hár og var í svartri og grárri peysu og í bláum gallabuxum. Sigurbjörg er einnig 168 sentímetrar á hæð og um 62 kíló. Hún er með ljóst sítt hár og græn augu, hún var í svartri hettupeysu með stórum bleikum stöfum framan á peysunni og í bláum gallabuxum.

Stúlkurnar fóru frá heimili Sigurbjargar í gærdag um klukkan fjögur og hafa ekki látið vita af sér síðan þá. Þeir sem verða varir við stúlkurnar, vinsamlegast hafi samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800






Fleiri fréttir

Sjá meira


×