Fleiri fréttir

Banaslys á Höfðaströnd í morgun

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af þjóðveginum á Höfðaströnd, norðan við Hofsós við Skagafjörð í morgun, og hafnaði úti í sjó.

Samtök um bíllausan lífsstíl formlega stofnuð á morgun

Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 20. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt eftir því sem segir í tilkynningu aðstandenda.

Ekki verði unnið með verðlaunatillögu meðan framtíð flugvallar er óviss

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og fyrrverandi borgarstjóri, leggur fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að ekki verði unnið frekar að skipulagsvinnu þar sem verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina er höfð að leiðarljósi á meðan óvissa ríkir um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Ákærður fyrir að fara illa með 15 ára dreng

Fjörtíu og sex ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á og fara illa með 15 ára dreng. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök brot gegn frjálsræði og líkamsárás en til vara brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks í upphafi síðast árs.

Bíll fór fram af klettum við Höfðaströnd

Lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór út af veginum og fram af klettum og ofan í sjó við Höfða skammt frá Hofsósi í Skagafirði.

Fréttastofur Ríkisútvarpsins og sjónvarps sameinaðar

Fréttastofur Ríkisútvarpsins og íþróttadeild hafa verið sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV og því bætt við að með sameiningunni sé verið að efla og bæta fréttaþjónustu RÚV í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Engar uppsagnir munu standa til þrátt fyrir þetta.

Stórtækur hnuplari í Smáralind dæmdur

Tvítugur maður, sem kom til landsins fyrir örfáum dögum, hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikið búðarhnupl í Smáralind.

Bræla á miðum og slæm spá

Hvessa tók á miðunum suðvestur af landinu upp úr miðnætti og undir morgun var orðið hvasst á öllum miðum, víða allt að 28 metrar á sekúndu.

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig

Jarðskjálfti með styrkleikann 3,6 stig á Richter með upptök 6,5 kílómetra norðnorðvestur af Krísuvík varð klukkan 7:24 í morgun. Styrkleikatalan er óstaðfest enn sem komið er að sögn Veðurstofu.

Ljósmæðrafundi í gær lauk án niðurstöðu

Samningafundi fulltrúa ljósmæðra og ríkisins lauk án árangurs í gærkvöldi, en nýr fundur hefur verið boðaður klukkan hálf ellefu fyrir hádegi. Náist ekki samkomulag á honum hefst þriggja sólarhringa verkfall ljósmæðra á miðnætti og semjist ekki fyfir mánaðamót, hefst ótímabundið verkfall ljósmæðra.

Stálu sokkum og nærfatnaði

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var þingfest ákæra á hendur tveimur karlmönnum sem gefið er að sök að hafa að kvöldi föstudagsins 18. apríl í versluninni Hagkaup í Smáralind stolið nærfatnaði og sokkum, samtals að verðmæti 7.794 króna.

Víkingaskúta sjósett í Stykkishólmi

Mikið er um að vera við höfnina á Stykishólmi nú í kvöld en þar er verið að sjósetja víkingaskútu Sigurjóns Jónssonar. Skútan hefur verið í smíði í meira en tvö ár í skipasmíðastöðinni Skipavík á Stykkishólmi en Sigurjón er þar stjórnarformaður.

Forstjórar funda

Í morgun var haldinn árlegur fundur forstjóra strandgæslna á Norðurlöndum. Fór fundurinn að þessu sinni fram í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð.

Samningafundi ljósmæðra lokið

Samningafundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk um klukkan 18 í dag. Engin formleg niðurstaða fékkst á fundinum en samningsaðilar ákváðu að halda áfram samningaviðræðum í fyrramálið.

Meintir síbrotamenn ákærðir

Í dag voru þingfestar ákærur gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir afbrotahrinu í Reykjavík.

Ekið á barn í Vogahverfinu

Ekið var á barn á gatnamótum Glaðheima og Goðheima nú fyrir stundu. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en samvkæmt fyrstu upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega.

Fáir óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

Af rúmlega 8.200 ökutækjum sem fóru um Hvalfjarðargöng frá þriðjudegi til föstudags í síðustu viku reyndust 128 á of mikilli ferð og náðust því á hraðamyndavél lögreglunnar.

Stærsti samningur um boranir á Íslandi undirritaður á morgun

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, og Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, munu á morgun undirrita samning Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana um boranir eftir jarðhita fram til ársins 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni er um að ræða stærsta samning sinnar tegundar á Íslandi,

Þrjú prósent óku of hratt um Hringbraut

Einungis þrjú prósent ökumanna sem fóru yfir gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu á fimmtudag og föstudag reyndust aka of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar.

Sautján ára piltur ákærður fyrir líkamsárás

Sautján ára gamall piltur úr Hafnarfirði hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann er grunaður um að hafa kýlt ungan pilt í andlit með þeim afleiðingum að tönn brotnaði úr gómi piltsins og tvær tennur færðust úr stað.

Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi

„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund, fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru.

LSH vill reka ungbarnaleikskóla til að vinna á manneklu

Forsvarsmenn Landspítalans hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að koma á fót ungbarnaleikskóla. Með því vilja þeir reyna að draga úr manneklu á spítalanum. Skiptar skoðanir eru málið meðal fulltrúa flokkanna í borginni.

Pólverji á meðal 16 nýnema í lögregluskólanum

Aleksandra Wójtowicz er fyrsti Pólverjinn sem stundar nám í lögregluskóla hér á landi. Aleksandra er þrítug að aldri. Hún fædd og uppalin í Póllandi en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2001 og hefur talsvert starfað með lögreglunni á Eskifirði sem túlkur.

Meirihluti hlynntur því að taka upp evru

Rúmlega 55 prósent aðspurðra eru hlynnt því að taka upp evru hér á landi í stað krónunnar samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins.

Árekstur jeppa og strætisvagns á Smiðjuvegi

Árekstur varð á Smiðjuvegi við Stekkjarbakka þegar jeppi og strætisvagn skullu saman rétt fyrir klukkan eitt í dag. Að sögn lögreglu var jeppinn fluttur burt með krana, en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki.

Neytendur vilja ógerilsneydda mjólk

Því er velt upp á heimasíðu Landssambands kúabænda hvort endurskoða eigi reglur hér á landi sem banna sölu á gerilsneyddri mjólk.

Fáfnismenn fluttir af Frakkastíg

Félagsmenn í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa flutt félagsheimili sitt úr húsnæðinu við Frakkastíg. Þetta staðfestir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Vísi.

Samningafundur hjá ljósmæðrum að hefjast

Ljósmæður hitta samninganefnd ríkisins á fundi klukkan eitt. Næsta verkfall ljósmæðra hefst á miðnætti annað kvöld ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma.

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fimm vegna hnífaárásar

Lögreglan á Selfossi gerði í gærkvöld kröfu til þess að þrír af þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Laust fyrir hádegi var krafist varðhalds yfir hinum tveimur til viðbótar.

Vatnalaganefnd vill breytingar á lögunum

Svokölluð Vatnalaganefnd, sem sett var á laggirnar vegna deilna um vatnalög, leggur til fjórar breytingar á lögunum, þar á meðal að gildistöku laganna verði frestað. Fram kemur í tilkynningu frá nefndinni að hún hafi skilað tillögum sínum til iðnaðarráðherra ásamt ítarlegri skýrslu um vatnsréttindi og vatnalöggjöf.

Ágúst ákvað að hætta í biblíuskólanum

Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, ákvað að snúa ekki aftur til Uppsala í Svíþjóð eftir að Vísir greindi frá námsdvöl hans þar. Þetta staðfesti Staffan Moberg skólastjóri biblíuskólans í samtali við Vísi. Ágúst hefur verið í námi við biblíuskóla Livets Ord undanfarið en sneri heim í stutt leyfi fyrir fáeinum dögum.

Tveir handteknir vegna innbrota á Bolungarvík

Lögregla á Vestfjörðum handtók á fimmtudaginn tvo menn vegna gruns um aðild að innbrotum í fjölmargar bifreiðar og íbúðarhús í Bolungarvík aðfaranótt fimmtudagsins.

Sjá næstu 50 fréttir