Innlent

Þrjú prósent óku of hratt um Hringbraut

MYND/GVA

Einungis þrjú prósent ökumanna sem fóru yfir gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu á fimmtudag og föstudag reyndust aka of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar.

Alls fóru rúmlega 14.500 bílar um gatnamótin í vesturátt og voru brot nærri 370 mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 75 kílómetrar á klukkustund en þarna er 60 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 104 kílómetra hraða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×