LSH vill reka ungbarnaleikskóla til að vinna á manneklu 15. september 2008 15:55 MYND/GVA Forsvarsmenn Landspítalans hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að koma á fót ungbarnaleikskóla. Með því vilja þeir reyna að draga úr manneklu á spítalanum. Skiptar skoðanir eru málið meðal fulltrúa flokkanna í borginni. Erindi spítalans var lagt fram á fundi leikskólaráðs borgarinnar í síðstu viku. Að sögn Ernu Einarsdóttur, sviðsstjóra starfsmannasviðs Landspítalans, er um tilraunaverkefni að ræða en gert er ráð fyrir að skólinn yrði fyrir börn starfsmanna sem eru á aldrinum 10 mánaða til tveggja ára. „Við sjáum það að unga fólkið okkar fær ekki inni fyrir börnin á leikskólum og við fáum það ekki í vinnu. Við eigum við mikla manneklu að etja og fólkið okkar er í raun auðurinn okkar á þessum mikla sérfræðingavinnustað. Eitt þeirra úrræða sem við höfum er að auðvelda foreldrum að koma börnum sínum fyrir á leikskóla," segir Erna um hugmyndina. Aðspurð segir Erna skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum eins og víðar og sömuleiðis er skortur á sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum. „Við viljum meina að við séum aðalsjúkrahús landsins og við þjónum landinu öllu og erum stærsti vinnustaður landsins. Auðlindin er sérfræðiþekkingin en við höfum misst ungar konur út eftir barneignir og við því erum við að bregðast," segir Erna og bendir á að spítalinn hafi áður rekið leikskóla fyrir starfsmenn, bæði við Hringbraut, Landakot og í Fossvogi. Forsvarsmenn Landspítalans horfa til húsnæðis á Valslóðinni undir starfsemina sem yrði þá mitt á milli beggja stóru spítalanna. Vinstri - græn og Samfylkingin gjalda varhug við hugmyndinni Þegar erindið var tekið fyrir í leikskólaráði í síðustu viku tóku fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks jákvætt í erindið. Ákveðið að óska eftir áliti lögræðings sviðsins á því hvort það brjóti í bága við jafnræðisreglu. Einnig var sviðsstjóra leikskólasviðs falið að afla frekari upplýsinga hjá Landspítalanum og kynna þær fulltrúum í ráðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í ráðinu gjalda hins vegar varhug við hugmyndinni. Þannig hefur Samfylkingin lýst sig andsnúna hugmyndum um fyrirtækjarekna leikskóla sem og uppbyggingaráformum smábarnaleikskóla. „Fulltrúar hennar telja eðlilegt að þörfinni verði mætt með uppbyggingu nýrra leikskóla, að byggt verði við eldri leikskóla og að sífellt yngri börn fái þannig örugga vistun," segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar. „Við höfum samúð með sjónarmiðum forsvarsmanna Landspítalans enda hefur mannekla verið til staðar á Landspítalanum, eins og svo víða í þjóðfélaginu, en ítrekum þá eindregnu skoðun okkar að almannafé sé betur varið til hraðari uppbyggingar leikskóla - fyrir öll börn borgarinnar," segir einnig í bókuninni. Í svipaðan streng tekur fulltrúi Vinstri - grænna og segist hafa skilning á vanda Landspítalans. „Vinstri græn sjá þó ekki að lausn vandans felist í því að vinnustaðir taki verkefnið að sér, heldur verða borgaryfirvöld að forgangsraða með öðrum hætti. Bæta þarf aðbúnað og starfskjör starfsfólks í leikskólum og halda áfram metnaðarfullri uppbyggingu á leikskólum, jafnt innra starfi sem ytra byrði. Jafnframt er veruleg hætta á því að einsleitni aukist við úrræði af þessu tagi þar sem börnum með svipaðan bakgrunn er hópað saman. Vinstri græn ítreka þá staðreynd að ekkert faglegt mat hefur verið lagt á gildi ungbarnaleikskóla umfram inntöku yngri barna í hefðbundna leikskóla," segir meðal annars í bókun fulltrúa Vinstri - grænna í leikskólaráði. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Forsvarsmenn Landspítalans hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að koma á fót ungbarnaleikskóla. Með því vilja þeir reyna að draga úr manneklu á spítalanum. Skiptar skoðanir eru málið meðal fulltrúa flokkanna í borginni. Erindi spítalans var lagt fram á fundi leikskólaráðs borgarinnar í síðstu viku. Að sögn Ernu Einarsdóttur, sviðsstjóra starfsmannasviðs Landspítalans, er um tilraunaverkefni að ræða en gert er ráð fyrir að skólinn yrði fyrir börn starfsmanna sem eru á aldrinum 10 mánaða til tveggja ára. „Við sjáum það að unga fólkið okkar fær ekki inni fyrir börnin á leikskólum og við fáum það ekki í vinnu. Við eigum við mikla manneklu að etja og fólkið okkar er í raun auðurinn okkar á þessum mikla sérfræðingavinnustað. Eitt þeirra úrræða sem við höfum er að auðvelda foreldrum að koma börnum sínum fyrir á leikskóla," segir Erna um hugmyndina. Aðspurð segir Erna skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum eins og víðar og sömuleiðis er skortur á sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum. „Við viljum meina að við séum aðalsjúkrahús landsins og við þjónum landinu öllu og erum stærsti vinnustaður landsins. Auðlindin er sérfræðiþekkingin en við höfum misst ungar konur út eftir barneignir og við því erum við að bregðast," segir Erna og bendir á að spítalinn hafi áður rekið leikskóla fyrir starfsmenn, bæði við Hringbraut, Landakot og í Fossvogi. Forsvarsmenn Landspítalans horfa til húsnæðis á Valslóðinni undir starfsemina sem yrði þá mitt á milli beggja stóru spítalanna. Vinstri - græn og Samfylkingin gjalda varhug við hugmyndinni Þegar erindið var tekið fyrir í leikskólaráði í síðustu viku tóku fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks jákvætt í erindið. Ákveðið að óska eftir áliti lögræðings sviðsins á því hvort það brjóti í bága við jafnræðisreglu. Einnig var sviðsstjóra leikskólasviðs falið að afla frekari upplýsinga hjá Landspítalanum og kynna þær fulltrúum í ráðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í ráðinu gjalda hins vegar varhug við hugmyndinni. Þannig hefur Samfylkingin lýst sig andsnúna hugmyndum um fyrirtækjarekna leikskóla sem og uppbyggingaráformum smábarnaleikskóla. „Fulltrúar hennar telja eðlilegt að þörfinni verði mætt með uppbyggingu nýrra leikskóla, að byggt verði við eldri leikskóla og að sífellt yngri börn fái þannig örugga vistun," segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar. „Við höfum samúð með sjónarmiðum forsvarsmanna Landspítalans enda hefur mannekla verið til staðar á Landspítalanum, eins og svo víða í þjóðfélaginu, en ítrekum þá eindregnu skoðun okkar að almannafé sé betur varið til hraðari uppbyggingar leikskóla - fyrir öll börn borgarinnar," segir einnig í bókuninni. Í svipaðan streng tekur fulltrúi Vinstri - grænna og segist hafa skilning á vanda Landspítalans. „Vinstri græn sjá þó ekki að lausn vandans felist í því að vinnustaðir taki verkefnið að sér, heldur verða borgaryfirvöld að forgangsraða með öðrum hætti. Bæta þarf aðbúnað og starfskjör starfsfólks í leikskólum og halda áfram metnaðarfullri uppbyggingu á leikskólum, jafnt innra starfi sem ytra byrði. Jafnframt er veruleg hætta á því að einsleitni aukist við úrræði af þessu tagi þar sem börnum með svipaðan bakgrunn er hópað saman. Vinstri græn ítreka þá staðreynd að ekkert faglegt mat hefur verið lagt á gildi ungbarnaleikskóla umfram inntöku yngri barna í hefðbundna leikskóla," segir meðal annars í bókun fulltrúa Vinstri - grænna í leikskólaráði.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira