Innlent

Sautján ára piltur ákærður fyrir líkamsárás

Sautján ára gamall piltur úr Hafnarfirði hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann er grunaður um að hafa kýlt ungan pilt í andlit með þeim afleiðingum að tönn brotnaði úr gómi piltsins og tvær tennur færðust úr stað.

Faðir piltsins sem varð fyrir árásinni krefur árásarmanninn um 400 þúsund krónur í bætur fyrir hönd ólögráða sonar síns. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×