Fleiri fréttir Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku. 12.8.2008 20:14 Minnihlutinn vill auka fjárstreymið til Strætó bs en ekki skera niður Það er með ólíkindum að á sama tíma og meirihlutinn leggur til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosta munu á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til niðurskurð á þjónustu Strætó bs upp á 300 milljónir króna. Svo segir í ályktun frá minnihlutanum í borgarstjórn. 12.8.2008 18:56 Bæjarstjórar neita ásökunum samgönguráðherra Samgönguráðherra segir að ekki sé hægt að tvöfalda hættulegasta kafla Suðurlandsvegar af því að heimamenn eigi eftir að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Bæjarstjórar á svæðinu hafna þessu og segja að ekkert standi upp á þá til að framkvæmdir við tvöföldun vegarins geti hafist á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hafa orðið tólf banaslys á undanförnum árum. 12.8.2008 18:37 Leit að manni hætt við Vík í Mýrdal Leit að manni við Vík í Mýrdal hefur verið hætt eftir að vísbendingar bárust um að hann væri ekki á því svæði. 12.8.2008 17:56 Unglingspiltur skotinn með loftbyssu Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið. Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik. 12.8.2008 16:45 Sótti um pólitískt hæli með falsað vegabréf Hæstiréttur staðfesti í dag að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. september á meðan lögregla rannsakar mál hans en hann kom hingað til lands í síðustu viku á fölsuðu belgísku vegabréfi. 12.8.2008 16:44 Leitað að manni í nágrenni við Vík í Mýrdal Lögregla og björgunarsveitir leita nú að manni við Reynisdranga við Vík í Mýrdal samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki liggur fyrir hvort hann féll í sjóinn og hvort um Íslending sé að ræða eða erlendan ferðamann. 12.8.2008 16:15 Mikil ánægja með hverfagæslu Níutíu og sjö prósent íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægð með hverfagæslu sem tekin var upp í sveitarfélaginu fyrir um þremur árum. Þetta kemur fram í júlíblaði Nesfrétta. 12.8.2008 15:56 Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. 12.8.2008 15:13 Gifti, skírði og jarðaði í óþökk kirkjunnar Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, sem settur hefur verið í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot, hefur verið minntur á að honum er óheimilt að framkvæma kirkjulegar athafnir í Selfosskirkju á meðan hann er í leyfi. 12.8.2008 15:10 Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. 12.8.2008 13:52 85 ökumenn myndaðir Brot 85 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs frá föstudegi til mánudags. 12.8.2008 13:32 Nítján stútar teknir um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega helmingur þeirra var tekinn á laugardag og ellefu stútanna voru gripnir í Reykjavík. 12.8.2008 12:55 Skipulagsvinna hjá sveitarfélögum tefur tvöföldun Kristján L. Möller samgönguráðherra segir skipulagsvinnu hjá sveitarfélagögum á Suðurlandi tefja fyrir tvöföldun vegarkaflans milli Hveragerðis og Selfoss. Eðlilegt hefði verið að sú vinna hefði hafist fyrr. 12.8.2008 12:44 Kannast ekki við að hafa samþykkt ósk Breta Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki kannast við að stjórnvöld hér á landi hafi samþykkt ósk Breta um stuðning við innrásina í Írak þann 17. mars 2003, daginn áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða", eins og Valur Ingimundarsonar sagnfræðingur heldur fram í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu. 12.8.2008 12:42 Þrjú kjálkabrot á Þjóðhátíð Þrjár kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð. Í öllum tilvikum var um kjálkabrot að ræða. 12.8.2008 12:25 Óvíst hvort Esjan verði snjólaus í sumar Alls óvíst er að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíðum Esjunnar hverfi þetta árið. Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarsonar, veðurfræðings á Stöð 2, hefur allur snjór horfið úr suðurhlíðum fjallsins undanfarin sjö sumur og er það lengsta tímabil sem vitað er um. 12.8.2008 12:10 Ekki smart tími fyrir launahækkun forstjóra LSH Formaður Læknafélags Íslands segir það ekki góða tímasetningu að laun forstjóra Landspítalans skuli vera hækkuð um fjórðung á sama tíma og læknar og ljósmæður standi í erfiðum samningaviðræðum. 12.8.2008 11:30 Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Formaður Framsóknarflokksins telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 12.8.2008 11:30 Framkvæmdum á Skólavörðustíg að ljúka Framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, er nú að ljúka og keppast verktakar nú við að leggja loka hönd á yfirborðsfrágang til að allt verði klárt fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag. 12.8.2008 11:13 Útlán Íbúðalánasjóðs ekki meiri í einum mánuði í fjögur ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna, en þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúðalána. 12.8.2008 11:03 Enn haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Ökumanni jeppa sem slasaðist í árekstri jeppans, rútu og sendibíls á Suðurlandsvegi í gærmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 12.8.2008 10:42 Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12.8.2008 10:13 Elsti Íslendingurinn látinn Þuríður Samúelsdóttir, sem var elsti Íslendingurinn, lést 2. Ágúst, 105 ára og 42 daga gömul. Útförin fór fram í gær í kyrrþey, að hennar eigin ósk. 12.8.2008 09:39 Blair óskaði eftir stuðningi Íslands við innrásina í Írak Íslenskir ráðamenn samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista yfir hinna viljugu þjóða. 12.8.2008 09:15 Brotist inn í dansskóla Brotist var inn í dansskóla í Lágmúla 9 í Reykjavik um hálffjögurleytið í nótt. Það var öryggisvörður sem tilkynnti lögreglu um innbrotið. Þegar lögregla kom á vettvang var innbrotsþjófurinn enn á staðnum og hafði hann ekki náð að stela neinu. 12.8.2008 08:11 Skaftárhlaup í rénun Rennsli í Skaftá hefur lækkað ört í nótt. Sjálfvirkar mælingar Vatnamælinga Orkustofnunar benda til að hlaupið hafi náð hámarki í rúmum 390 rúmmetra á sekúndu laust eftir miðnætti, en fór svo niður i um 370 rúmmetra í nótt. Áður en hlaup hófst var meðalrennslið um 150 rúmmetrar á sekúndu. 12.8.2008 07:55 Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Gæsluvarðhald yfir tveimur af þremenningunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar á Hverfisgötu, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, var í kvöld framlengt til fimmtudags. 11.8.2008 21:16 Formaður Samiðnar segir tilboð ekki hafa verið metin rétt Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, krefst þess að Reykjavíkurborg rökstyðji hvers vegna hún tók tilboði litháíska verktakafyrirtækisins Adakris í byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti. Þetta kom fram í tíufréttum Sjónvarpsins. 11.8.2008 22:57 Jákvæður sandsílaleiðangur Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi ef marka má niðurstöður nýlegan sandsílaleiðangur Hafrannsóknastofnunnar. 11.8.2008 20:45 Nýlegar hækkanir ekki faldar á bakvið kaupauka Toyota á Íslandi býður nú upp á sérstakan sólarlandaferðakaupauka upp á 550 þúsund með flestum seldum bifreiðum. Kaupaukinn kemur þó nokkuð ankannalega fyrir sjónir með tilliti til þess bifreiðar umboðsins hækkuðu um 5% í verði þann 1. ágúst síðastliðinn. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að þetta tvennt tengist á engan hátt saman og því sé ekki verið að fela hækkanirnar á bakvið kaupaukann. 11.8.2008 20:03 Ríkið skuldar Impregilo hátt í tvo milljarða Skuldir íslenska ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo nálgast tvo milljarða króna. Þar af er hálfur milljarður vegna dráttarvaxta. Skattgreiðendur sitja uppi með tapið segir lögmaður Impregilo. 11.8.2008 19:05 Utanríkisráðherra vinnur að samstarfi Ísafjarðar og A-Grænlands Möguleikar Vestfjarða sem þjónustumiðstöð fyrir atvinnustarfsemi og auðlindanýtingu á Austur-Grænlandi og ný störf á Ísafirði á vegum utanríkisráðuneytisins voru á meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum í heimsókn sinni til Ísafjarðar í dag, samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 11.8.2008 18:46 Hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í Georgíu Íslensk kona, sem er frá Georgíu hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni þar. Hún segir skelfilegt hvernig allt hefur farið en vonast til að stríðinu ljúki sem fyrst. 11.8.2008 18:40 Enn bið á vegaúrbótum Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. 11.8.2008 18:32 Umhverfisráðherra boðar til opins fundar á Húsavík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. 11.8.2008 18:29 Eldur í bíl í þriggja bíla árekstri við Skeiðarbrú Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum við Skeiðarbrú, á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. 11.8.2008 17:39 Löggan eltist við hest í Hafnarfirði Hestur veldur nú usla í Hafnarfirði en svo virðist sem hann hafi sloppið úr gerði fyrir ofan bæinn. 11.8.2008 17:04 Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11.8.2008 16:39 Báru brenndan dreng þrjá kílómetra Tíu ára drengur sem brenndist annars stigs bruna á fæti á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði í síðustu viku var borinn þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl. 11.8.2008 16:39 Skemmdir unnar á vinnuvélum í malarnámu Talið er að kveikt hafi verið í vinnuvél í malarnámu við Lambafell á Suðurlandi um helgina og leitar lögregla sökudólgsins. 11.8.2008 16:30 Lestur á Morgunblaðinu dregst saman Lestur á Morgunblaðinu heldur áfram að dragast saman samkvæmt nýrri könnun Capacent á lestri dagblaða. 11.8.2008 15:31 Fannst látin í Glerá Lögreglan á Akureyri ásamt Slökkviliði Akureyrar og Björgunarsveitinni Súlum hófu leit að konu á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynnt hafði verið um að hennar væri saknað. 11.8.2008 15:29 Íslendingum ráðið frá því að ferðast til Georgíu Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins þar. 11.8.2008 15:19 Bílstjórinn bjargaði því sem bjargað varð Bílstjórinn í rútunni sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á Suðurlandsvegi brást hárrétt við og forðaði frekara slysi. Þetta segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða, félagsins sem á rútuna. 11.8.2008 14:36 Sjá næstu 50 fréttir
Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku. 12.8.2008 20:14
Minnihlutinn vill auka fjárstreymið til Strætó bs en ekki skera niður Það er með ólíkindum að á sama tíma og meirihlutinn leggur til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosta munu á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til niðurskurð á þjónustu Strætó bs upp á 300 milljónir króna. Svo segir í ályktun frá minnihlutanum í borgarstjórn. 12.8.2008 18:56
Bæjarstjórar neita ásökunum samgönguráðherra Samgönguráðherra segir að ekki sé hægt að tvöfalda hættulegasta kafla Suðurlandsvegar af því að heimamenn eigi eftir að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Bæjarstjórar á svæðinu hafna þessu og segja að ekkert standi upp á þá til að framkvæmdir við tvöföldun vegarins geti hafist á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hafa orðið tólf banaslys á undanförnum árum. 12.8.2008 18:37
Leit að manni hætt við Vík í Mýrdal Leit að manni við Vík í Mýrdal hefur verið hætt eftir að vísbendingar bárust um að hann væri ekki á því svæði. 12.8.2008 17:56
Unglingspiltur skotinn með loftbyssu Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið. Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik. 12.8.2008 16:45
Sótti um pólitískt hæli með falsað vegabréf Hæstiréttur staðfesti í dag að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. september á meðan lögregla rannsakar mál hans en hann kom hingað til lands í síðustu viku á fölsuðu belgísku vegabréfi. 12.8.2008 16:44
Leitað að manni í nágrenni við Vík í Mýrdal Lögregla og björgunarsveitir leita nú að manni við Reynisdranga við Vík í Mýrdal samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki liggur fyrir hvort hann féll í sjóinn og hvort um Íslending sé að ræða eða erlendan ferðamann. 12.8.2008 16:15
Mikil ánægja með hverfagæslu Níutíu og sjö prósent íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægð með hverfagæslu sem tekin var upp í sveitarfélaginu fyrir um þremur árum. Þetta kemur fram í júlíblaði Nesfrétta. 12.8.2008 15:56
Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. 12.8.2008 15:13
Gifti, skírði og jarðaði í óþökk kirkjunnar Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, sem settur hefur verið í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot, hefur verið minntur á að honum er óheimilt að framkvæma kirkjulegar athafnir í Selfosskirkju á meðan hann er í leyfi. 12.8.2008 15:10
Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. 12.8.2008 13:52
85 ökumenn myndaðir Brot 85 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs frá föstudegi til mánudags. 12.8.2008 13:32
Nítján stútar teknir um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega helmingur þeirra var tekinn á laugardag og ellefu stútanna voru gripnir í Reykjavík. 12.8.2008 12:55
Skipulagsvinna hjá sveitarfélögum tefur tvöföldun Kristján L. Möller samgönguráðherra segir skipulagsvinnu hjá sveitarfélagögum á Suðurlandi tefja fyrir tvöföldun vegarkaflans milli Hveragerðis og Selfoss. Eðlilegt hefði verið að sú vinna hefði hafist fyrr. 12.8.2008 12:44
Kannast ekki við að hafa samþykkt ósk Breta Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki kannast við að stjórnvöld hér á landi hafi samþykkt ósk Breta um stuðning við innrásina í Írak þann 17. mars 2003, daginn áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða", eins og Valur Ingimundarsonar sagnfræðingur heldur fram í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu. 12.8.2008 12:42
Þrjú kjálkabrot á Þjóðhátíð Þrjár kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð. Í öllum tilvikum var um kjálkabrot að ræða. 12.8.2008 12:25
Óvíst hvort Esjan verði snjólaus í sumar Alls óvíst er að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíðum Esjunnar hverfi þetta árið. Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarsonar, veðurfræðings á Stöð 2, hefur allur snjór horfið úr suðurhlíðum fjallsins undanfarin sjö sumur og er það lengsta tímabil sem vitað er um. 12.8.2008 12:10
Ekki smart tími fyrir launahækkun forstjóra LSH Formaður Læknafélags Íslands segir það ekki góða tímasetningu að laun forstjóra Landspítalans skuli vera hækkuð um fjórðung á sama tíma og læknar og ljósmæður standi í erfiðum samningaviðræðum. 12.8.2008 11:30
Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Formaður Framsóknarflokksins telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 12.8.2008 11:30
Framkvæmdum á Skólavörðustíg að ljúka Framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, er nú að ljúka og keppast verktakar nú við að leggja loka hönd á yfirborðsfrágang til að allt verði klárt fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag. 12.8.2008 11:13
Útlán Íbúðalánasjóðs ekki meiri í einum mánuði í fjögur ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna, en þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúðalána. 12.8.2008 11:03
Enn haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Ökumanni jeppa sem slasaðist í árekstri jeppans, rútu og sendibíls á Suðurlandsvegi í gærmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 12.8.2008 10:42
Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12.8.2008 10:13
Elsti Íslendingurinn látinn Þuríður Samúelsdóttir, sem var elsti Íslendingurinn, lést 2. Ágúst, 105 ára og 42 daga gömul. Útförin fór fram í gær í kyrrþey, að hennar eigin ósk. 12.8.2008 09:39
Blair óskaði eftir stuðningi Íslands við innrásina í Írak Íslenskir ráðamenn samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista yfir hinna viljugu þjóða. 12.8.2008 09:15
Brotist inn í dansskóla Brotist var inn í dansskóla í Lágmúla 9 í Reykjavik um hálffjögurleytið í nótt. Það var öryggisvörður sem tilkynnti lögreglu um innbrotið. Þegar lögregla kom á vettvang var innbrotsþjófurinn enn á staðnum og hafði hann ekki náð að stela neinu. 12.8.2008 08:11
Skaftárhlaup í rénun Rennsli í Skaftá hefur lækkað ört í nótt. Sjálfvirkar mælingar Vatnamælinga Orkustofnunar benda til að hlaupið hafi náð hámarki í rúmum 390 rúmmetra á sekúndu laust eftir miðnætti, en fór svo niður i um 370 rúmmetra í nótt. Áður en hlaup hófst var meðalrennslið um 150 rúmmetrar á sekúndu. 12.8.2008 07:55
Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Gæsluvarðhald yfir tveimur af þremenningunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar á Hverfisgötu, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, var í kvöld framlengt til fimmtudags. 11.8.2008 21:16
Formaður Samiðnar segir tilboð ekki hafa verið metin rétt Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, krefst þess að Reykjavíkurborg rökstyðji hvers vegna hún tók tilboði litháíska verktakafyrirtækisins Adakris í byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti. Þetta kom fram í tíufréttum Sjónvarpsins. 11.8.2008 22:57
Jákvæður sandsílaleiðangur Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi ef marka má niðurstöður nýlegan sandsílaleiðangur Hafrannsóknastofnunnar. 11.8.2008 20:45
Nýlegar hækkanir ekki faldar á bakvið kaupauka Toyota á Íslandi býður nú upp á sérstakan sólarlandaferðakaupauka upp á 550 þúsund með flestum seldum bifreiðum. Kaupaukinn kemur þó nokkuð ankannalega fyrir sjónir með tilliti til þess bifreiðar umboðsins hækkuðu um 5% í verði þann 1. ágúst síðastliðinn. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að þetta tvennt tengist á engan hátt saman og því sé ekki verið að fela hækkanirnar á bakvið kaupaukann. 11.8.2008 20:03
Ríkið skuldar Impregilo hátt í tvo milljarða Skuldir íslenska ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo nálgast tvo milljarða króna. Þar af er hálfur milljarður vegna dráttarvaxta. Skattgreiðendur sitja uppi með tapið segir lögmaður Impregilo. 11.8.2008 19:05
Utanríkisráðherra vinnur að samstarfi Ísafjarðar og A-Grænlands Möguleikar Vestfjarða sem þjónustumiðstöð fyrir atvinnustarfsemi og auðlindanýtingu á Austur-Grænlandi og ný störf á Ísafirði á vegum utanríkisráðuneytisins voru á meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum í heimsókn sinni til Ísafjarðar í dag, samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 11.8.2008 18:46
Hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í Georgíu Íslensk kona, sem er frá Georgíu hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni þar. Hún segir skelfilegt hvernig allt hefur farið en vonast til að stríðinu ljúki sem fyrst. 11.8.2008 18:40
Enn bið á vegaúrbótum Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. 11.8.2008 18:32
Umhverfisráðherra boðar til opins fundar á Húsavík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. 11.8.2008 18:29
Eldur í bíl í þriggja bíla árekstri við Skeiðarbrú Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum við Skeiðarbrú, á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. 11.8.2008 17:39
Löggan eltist við hest í Hafnarfirði Hestur veldur nú usla í Hafnarfirði en svo virðist sem hann hafi sloppið úr gerði fyrir ofan bæinn. 11.8.2008 17:04
Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11.8.2008 16:39
Báru brenndan dreng þrjá kílómetra Tíu ára drengur sem brenndist annars stigs bruna á fæti á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði í síðustu viku var borinn þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl. 11.8.2008 16:39
Skemmdir unnar á vinnuvélum í malarnámu Talið er að kveikt hafi verið í vinnuvél í malarnámu við Lambafell á Suðurlandi um helgina og leitar lögregla sökudólgsins. 11.8.2008 16:30
Lestur á Morgunblaðinu dregst saman Lestur á Morgunblaðinu heldur áfram að dragast saman samkvæmt nýrri könnun Capacent á lestri dagblaða. 11.8.2008 15:31
Fannst látin í Glerá Lögreglan á Akureyri ásamt Slökkviliði Akureyrar og Björgunarsveitinni Súlum hófu leit að konu á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynnt hafði verið um að hennar væri saknað. 11.8.2008 15:29
Íslendingum ráðið frá því að ferðast til Georgíu Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins þar. 11.8.2008 15:19
Bílstjórinn bjargaði því sem bjargað varð Bílstjórinn í rútunni sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á Suðurlandsvegi brást hárrétt við og forðaði frekara slysi. Þetta segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða, félagsins sem á rútuna. 11.8.2008 14:36