Innlent

Lestur á Morgunblaðinu dregst saman

Lestur á Morgunblaðinu heldur áfram að dragast saman samkvæmt nýrri könnun Capacent á lestri dagblaða.

Meðallestur á tölublað er nú 38,7 prósent. Fréttablaðið er áfram mest lesna dagblaðið með 64,8 prósent lestur á hvert tölublað en 50,3 prósent lesa 24 stundir að meðaltali.

Könnunin nær yfir tímabilið maí-júlí en ný ritstjóri, Ólafur Stephensen, tók við Morgunblaðinu í byrjun júní. Lestur blaðsins hefur dregist mikið saman síðan árið 2006 á meðan systur blað þess, 24 stundir, hefur sótt á í lestri.

Lestur DV er ekki mældur í könnuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×