Innlent

Nítján stútar teknir um helgina

Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tæplega helmingur þeirra var tekinn á laugardag og ellefu stútanna voru gripnir í Reykjavík.

Alls var um að ræða sextán karla á aldrinum 18-54 ára og þrjár konur, 27, 48 og 62 ára. Sjö af þessum ökumönnum reyndust jafnframt vera próflausir.

Þá voru fjórir karlar stöðvaðir fyrir fíkniefnaakstur um helgina, þrír í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×