Innlent

Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Mynd/Valli

Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku.

Ekki náðist í Gísla Martein í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanna Vísis.

Fleiri borgarfulltrúar hafa tekið sér tímabundið leyfi

Ekki er einsdæmi að borgarfulltrúi taki sér tímabundið leyfi frá störfum, til dæmis fór Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til náms í London árið 2003 en þá hafði hún nýhætt sem borgarstjóri og sat sem borgarfulltrúi. Þá mun Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi borgarfulltrúi Vinsri grænna, einnig hafa tekið sér leyfi frá störfum á sínum tíma, til að gegna tímabundnum störfum erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×