Innlent

Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála

Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið.

Alls voru 57 prósent lækna andvígir samningnum í atkvæðagreiðslu en samningurinn gerði ráð fyrir 4,15 prósenta launahækkun sem að mati flestra var kjaraskerðing.

Félagsfundur Læknafélags Íslands samþykkti fyrr í sumar að undirbúa verkfallsaðgerðir í haust ef ekki semdist við ríkið. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að á fundinum í dag yrði farið yfir stöðuna og stjórn félagsins fengi skýrslu frá samninganefndinni. Aðspurð sagðist Birna telja ólíklegt að gengið yrði frá aðgerðaplani á stjórnarfundinum í kvöld en staða mála yrði rædd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×