Fleiri fréttir

Ramses ætlar að fagna með handboltaliðinu

Mikil gleði ríkti hjá hjónunum Paul Ramses og Rosemary Athieno þegar Vísir náði tali af þeim í dag. Voru þau á leiðinni að hitta lögfræðing Pauls, Katrínu Theódórsdóttur en höfðu smá tíma til að lýsa hamingju sinni og gleði.

1700 á biðlista vegna frístundaheimila

Rúmlega 1700 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar sem tóku til til starfa í vikunni um leið og skólahald hófst. Þetta kom fram á stjórnarfundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík í dag.

Telur fjóra hæfasta í starf forstjóra LSH

Hæfnisnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, ráðleggingum sínum seinnipartinn í gær. Nefndin telur fjóra af fjórtan umsækjendum vera vel hæfa. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru að svo stöddu.

Sextán teknir án ökuréttinda

Sextán réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og þrír höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Dæmi um að hælisleitendur setjist að í svítum bæjarins

Hælisleitendur geta sótt um bráðabirgðaleyfi hjá Útlendingastofnun til þess að vinna hér á landi. Það gefur þeim þó engin varanleg réttindi hér á landi né aðgang að þjónustu samkvæmt Hauki Guðmundssyni forstjóra Útlendingastofnunar. Þó er ekki sjálfgefið að hælisleitendur skorti fé.

Segir nokkur þúsund manns verða í Lýðræðisflokknum

„Hann er bara á fullri ferð,“ sagði Sturla Jónsson vörubifreiðastjóri, inntur eftir stöðunni hjá stjórnmálaflokknum sem hann boðaði í vor, Lýðræðisflokknum. „Menn stukku bara í vinnu í sumar en það verður tekið á þessu í haust og vetur. Það verða í þessu nokkur þúsund manns,“ sagði Sturla enn fremur.

Mellur og milljónir fyrir að hætta fíkniefnabaráttu

„Ég er búinn að vera að berjast gegn fíkniefnum í 14 ár svo ég þekki þetta allt saman og það nýjasta er að hringt var í mig og mér boðnar hundrað milljónir króna fyrir að hætta baráttunni. Þetta voru stjórnmálastrákar.

Ríkisstjórnin styrkir HSÍ um 50 milljónir

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Handknattleikssamband Íslands um 50 milljónir króna í kjöfar frækilegs árangurs íslenska landsliðsins í handbolta og einstæðs afreks á Ólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er vann landsliðið til silfurverðlauna á leikunum.

Borgin vill leysa vanda Fjölskylduhjálparinnar

Reykjavíkurborg vinnur að lausn á rekstrarvanda Fjölskylduhjálparinnar og hyggst boða forsvarsmann hennar á sinn fund, að sögn Stellu Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs.

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.

Ramses kom í nótt - Tár féllu í Leifsstöð

Paul Ramses kom til Íslands í nótt á tilsettum tíma eftir að hafa flogið í gegnum Mílanó frá Ítalíu í gærkvöldi. „Já hann kom í nótt og ég fór með Rosemary konu hans að taka á móti honum," sagði Katrín Theódórsdóttir lögfræðingur hans.

Skuldir íslenskra heimila 963 milljarðar

Heildarskuldir íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 963 milljörðum í júlí og hækkuðu um fjórtán milljarða frá mánuðinum á undan, samkvæmt tölum Seðlabankans.

Sluppu ómeiddir úr bruna á Ísafirði

Þrír ungir krakkar sluppu ómeiddir út, þegar eldur kom upp í geymslu- og íbúðarhúsnæði að Suðurtanga 2 á Ísafirði undir kvöld í gær.

Andarnefjan aftur á Pollinum

Andarnefjan, sem hélt sig á Pollinum á Akureyri í síðustu viku og hvarf svo í tvo sólahringa, birtist aftur á Pollinum síðdegis í gær ásamt kálfi sínum, og vakti mikla athygli vegfarenda í grennd við Höfnersbryggju.

Ólafur formlega búinn að sækja um inngöngu

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, gekk skriflega frá inngöngu sinni í Frjálslynda flokkinn í dag. Hann ætlar að berjast fyrir því að leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.

Hanna Birna: Engin ný tíðindi

„Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi breytast á einni nóttu. Erfiðar ákvarðanir eru ekki alltaf vinsælar þegar þær eru framkvæmdar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar við könnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 um fylgi nýs borgarstjórnarmeirihluta. Þar kom fram að nær 63% Reykvíkinga eru andvíg nýja meirihlutanum.

Ólafur sagður genginn í Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er genginn í Frjálslynda flokkinn á ný. Frá þessu er greint á heimasíðu flokksins og vitnað til áreiðanlegra heimilda.

Óskar Bergsson: Þurfum að vinna tiltrú borgarbúa

Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, segir niðurstöðu skoðannakönnunar Stöðvar 2, að 63% séu andvíg nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sýni að mikið verk sé fyrir höndum við að vinna tiltrú borgarbúa á nýjan leik.

Vítaverður akstur á skólalóð Austurbæjarskóla

Ökumaður sportbifreiðar var í dag handtekinn grunaður um vítaverðan akstur á skólalóð Austurbæjarskóla innan um börn er þar voru. Ökumaður er grunaður um brot á umferðarlögum, svo sem að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgát við akstur, hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nær 63% Reykvíkinga andvíg nýja meirihlutanum

Tveir af hverjum þremur Reykvíkingum eru andvígir meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Stöð 2. Fjórðungi kjósenda Framsóknarflokksins í borginni hugnaðist ekki að þessir tveir flokkar tækju saman við völdum í Reykjavík.

„Ég er hamingjusöm kona"

Rosemary Athieno eiginkona Paul Ramses var himinlifandi yfir komu eiginmanns síns í nótt þegar Vísir heyrði í henni í dag . „Ég er mjög hamingjusöm kona," segir Rosemary.

Ramses kemur til Íslands í nótt

Paul Ramses mun koma til landins í nótt að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögfræðings hans. Ramses hefur dvalið á Ítalíu frá því í byrjun júlí þegar Útlendingastofnun synjaði því að taka hælisumsókn hans til umfjöllunar hér á landi.

Kaupþing með þrjá landsliðsþjálfara á launum

Kaupþing mun skoða hvort hægt verði að veita þjálfara íslenska handboltalandsliðsins leyfi áfram til þess að gegna þjálfarastörfum fyrir landsliðið óski hann eftir því. Þetta segir Svali H. Björgvinsson starfsmannastjóri bankans.

Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru

Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni.

Strákarnir okkar á opnum vagni niður Laugaveg

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu verða hylltir á miðvikudaginn við hátíðlega athöfn í miðbæ Reykjavíkurborgar. Þeir, ásamt öðrum Ólympíuförum munu fara frá Hlemmi áleiðis að Arnarhóli klukkan 18:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Hreinræktuðum hundum stolið til undaneldis

Íslenski fjárhundurinn Prins frá Miðengi í Grímsnesi, sem við sögðum frá í morgunfréttum að horfið hafi sporlaust á laugardag, er kominn fram. Dæmi eru um að hreinræktuðum hundum sé stolið til undaneldis.

Árekstrarvari fór í gang í vél Icelandair

Flugmenn Icelandair þotu, sem var í aðflugi að Kennedy flugvelli á fimmtudag, þurftu skyndilega að hækka flugið þar sem árekstrarvari flugvélarinnar gaf til kynna of mikla nálægð við aðra flugvél.

Rúmenarnir jarðsungnir í dag

Mennirnir tveir sem létust í aðveituröri í Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku verða jarðsungnir í heimalandi sínu, Rúmeníu, í dag. Mikið kapp var lagt á að koma líkum þeirra heim til greftrunar innan þriggja daga vegna trúar þeirra en það tókst ekki.

Íslendingar voru á Mont Blanc þegar snjóflóðið féll

„Ég myndi nú ekki segja að við höfum verið í neinum lífsháska, við fórum aðra leið,“ sagði Árni Þór Lárusson sem stóð við fimmta mann á toppi hvíta risans Mont Blanc, hæsta fjalls Frakklands og Vestur-Evrópu, á sunnudagsmorgun.

Vinir Tíbets heiðruðu viðskiptaráðherra

Samtökin Vinir Tíbets heiðruðu Björgvin G. Sigurðsson á hátíðarsamkomunni „Raddir fyrir Tíbet“ sem haldin var í gær. „Ég var þarna alveg af sérstöku tilefni. Það var verið að veita mér einhverskonar viðurkenningu fyrir að hafa tekið málefni Tíbeta upp í heimsókn til Kína í vor,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.

Ólafur Ragnar þarf ekki samþykki orðunefndar

Orðunefnd gerir tillögur til forseta Íslands um veitingu fálkaorðunnar og er hún veitt tvisvar á ári. Aftur á móti getur forsetinn ef honum þykir efni standa til veitt orðuna án þess að orðunefnd leggi það til.

Eldur í gámi í Mosfellsbæ

Eldur gaus upp í gámi í grennd við Bónusverslunina í Mosfellsbæ um klukkan fjögur í nótt. Hann var orðinn magnaður þegar slökkvilið kom á vettvang, en vel gekk að slökkva eldinn, sem ekki náði að teygja sig í neitt í grenndinni.

Rólegheit til sjávar

Óvenjufá fiskiskip eru nú á sjó þótt þokkalegt sjóveður sé víðast hvar við landið. Skýringin er sennilega sú að margir eru um það bil búnir með kvóta sína á þessu fiskveiðiári, en nýtt fiskveiðiár hefst um næstu mánaðamót.

Alvarlegt bílslys í Vatnsfirði

Kona og karlmaður slösuðust alvarlega þegar bíll þeirra fór út af veginum í Vatnsfirði, skammt frá Flókalundi á Barðaströnd undir kvöld í gær. Konan hryggbrotnaði og karlinn bringubeinsbrotnaði, en annað þeirra kastaðist út úr bílnum.

Fundu amfetamín á víðavangi

Lögreglan á Suðurnesjum fann í dag um 35 grömm af amfetamíni í söluumbúðum utan vegar við Njarðarbraut.

Óánægðir Hafnfirðingar boða bæjarstjóra á sinn fund

Foreldraráð Hvaleyrarskóla mótmælir harðlega tillögu að breyttu deiliskipulagi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þau segja að aukin umferð beint inn af hraðbraut ógni öryggi skólabarna og annarra vegfarenda. Foreldraráðið hefur boðað bæjarstjóra og formann skipulags- og byggingaráðs á fund sinn.

Sjá næstu 50 fréttir